Saturday, February 21, 2009

Update

Ekki margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Svo gott að fá hann Helga minn í heimsókn :)
Skólinn er byrjaður og hann byrjar ansi hægt.. margir tímar sem eru búnir að falla niður og mjög mikið óskipulag í gangi, sem er að gera alla vitlausa. Hérna í London er það ekkert að skreppa upp í skóla bara. Frekar pirrandi að vera búin að ferðast í lestinni í 40 mínotur og það er ekki tími.. en jæja svosem ekki hægt að tuða um það mikið lengur.
Ég er mjög sátt, fer ekki í vorpróf í skólanum. Þarf hinsvegar að skila 4 ritgerðum í staðin en það er betra en próf. Þoli ekki próf. Páskafríið verður því líklegast undirlagt pappírum og ritgerðaskrifum, æj það er bara fínt.
Mér finnst þessi skólavetur búinn að líða svo svakalega hratt að það er ekki fyndið. Núna eftir jól þá er ég búin að kynnast enn meira fólki í skólanum og farin að eiga bara minn hóp.. mér finnst það voða fínt, þá er maður ekki eitthvað að randalast eitthvað - hef bara mitt fólk :) Við erum nokkur búin að stofna Rokk-samfélag innan skólans og erum núna á fullu að undirbúa tónleika sem verða á skólabarnum þann 26.mars - á afmælinu mínu. Þetta er mjög spennandi, líka gott efni í ferilskránna. Svo er vinur minn hér úr skólanum búinn að bjóða mér vinnu á Hróaskelldu þannig að ég held að ég taki því tækifæri líka. Fengi þá frítt inn á hátíðina, myndi vinna í 3 daga af 6 þannig að ég fengi líka tækifæri til að sjá böndin. En yrði auðvitað að redda mér þangað sjálf fram og til baka, en það er svo þess virði.
Ég er ekki komin með vinnu fyrir sumarið, vona að ég fái eitthvað. Er búin að sækja um á nokkrum stöðum svo það kemur í ljós.
Ég er ekki búin að fá einkunnirnar mínar fyrir síðustu önn þannig að ef allt gengur upp þá kem ég heim að vinna, ef ég þarf að taka eitthvað upp í sumar ætla ég að vera hér í London í sumar og finna mér vinnu hér.
Ég mun nú samt koma eitthvað heim, amk í Júní því Sóla vinkona mín er að fara að gifta sig!

Annars er bara allt gott að frétta. Erum búin að vera með íslendinga í heimsókn hérna síðustu helgi og núna um helgina svo það er alltaf nóg að gera.
Vona að allir hafi það sem allra best.

Kveðja Dana