Thursday, October 30, 2008

Ahhh

Það eru allir kvefaðir í London.
Fólk gengur um og hóstar upp í hálsmálið á hvoru öðru á milli þess að hrinda hvoru öðru út úr lestinni með miklum hamagangi.
Í dag var ég í lestinni á leiðinni í skólann, alveg nývöknum og glansandi af þreytu. Pökkuð lest. Ég náði sæti - sem betur fer, en því miður fyrir sjálfa mig fékk ein kona ekki sæti í lestinni og þurfti hún að standa beint fyrir framan mig. Hún var í peysu, svona magapeysu og frekar stuttum buxum... hvað haldiði að hafi verið að læðast upp úr buxunum á henni alla leiðina frá Waterloo upp á Leiceter Square? Mig langar eiginlega ekki að segja það þannig að þið verðið bara að giska... þarna sat ég, með klofið á konu framan í mér í lest á leiðinni í skólann að halda fyrsta fyrirlesturinn minn í skólanum.

Ég DÓ...

...fyrirlesturinn fór samt vel og ég fraus ekki og hélt hann eins og ég hefði aldrei gert neitt annað!

Á morgun er Halloween - alvöru Halloween þar sem börn ganga í hús og gera trick or treat! Ég er öll spennt. Eyrún kemur svo frá Nottingham um hálf 8 leytið og ætlum við að skera okkur á háls og ganga til Camden og sjúa blóð og stunda villtan dans og tilbiðja úlfa og nornir! Já við ætlum að gera það.
Daginn eftir verður Bonfirenight. Það verða víst svaka flugeldar og gaman og ég get ekki beðið! Svo verður gert eitthvað sniðugt eftir það.

Það er svo fyndið, mér finnst eins og ég sé búin að vera hérna ógeðslega stutt en ég er að koma heim bara eftir 6 vikur.. það er ekki neitt!!
Kem heim 13.desember og fer aftur til London 4.janúar. Finnst það fínt, alveg tæpar 3 vikur í fríi. Ætla samt að reyna að vinna eitthvað, ef einhverja vinnu er að fá og svo bara slappa af.. held að það sé amk bókað föndur og bakstur með Maríu - Elska það!!

Ég var að fá skrifborðið og stólinn sem ég pantaði frá ikea fyrir mánuði.. bara því ég nennti ekki að gera mér ferð þangað og bera það heim. Ég er að elska það, það er svo kalt hérna þannig að ég er bara búin að hita herbergið með kertum og kósí...
SVO KÓSÍ HJÁ OKKUR!!!



DANA xx

Monday, October 27, 2008

Smá update

Mér líður svo vel! finn mig algjörlega hérna og hef ekki enn fengið heimþráarkast. Kanski á ég bara alltaf eftir að vera hérna. Hver veit...
Ég er búin að kynnast svo yndislegu fólki að ég fæ því varla lýst.

Við stöllur héldum innflutningspartý um helgina síðustu - Hottieparty!! Við buðum svona 20 manns og það komu svona 50 manns :D .. ég hef nú alveg haldið ansi góð partý gegnum æfina en þetta sló þau öll út! Sver það, fólk kom um 10 leytið og fór um 6 leytið daginn eftir.. no kidding!!









Dana xx

Sunday, October 19, 2008

Túristi í London

Ég vaknaði frekar slöpp í gær morgun eftir ágætis djamm í Camden Town. Ég ætlaði bara að slappa af en ákvað frekar að skella mér út í góða haustveðrið. Fór og hitti hana Örnu mína í Green Park þar sem við höfðum ágætir pikk-nikk og sátum þar og smjöttuðum á baguette og muffins og þömbuðum capri-sun. Hvað er betra en það? Er eiginlega viss um að það sé ekkert betra...

Eftir það tókum við rölt niðureftir og fórum upp að Buckingham Palace. Tókum myndir eins og sönnum túristum sæmir og stilltum okkur upp við hermenn og hvað eina. Ég hafði ekki einu sinni farið upp að höllinni, hvað þá í London Eye! Þannig að við píurnar röltum ennþá meira og vorum alt í einu komnar niður á waterloo og stóðum hjá Big Ben og þaðan fórum við upp að London Eye... munum einn daginn fara í það, þegar ég hætti að vera lofthrædd.. það verður líklegast aldrei......












Annars er allt fínasta að frétta.. Það er byrjað að vera svoldið mikið að gera í skólanum, ég læt kreppuna ekki á mig fá og reyni að spara sem mest - frosinn matur og ekkert fatatrít.. en ég er ein af þeim sem nennirisiggi og nenneggi að tala um hana þannig að ég læt það vera í bili.

Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.. ég er núna búin að vera hérna í mánuð og verð komin heim eftir minna en 2 mánuði.. þetta er eiginlega fáranlegt. Hver dagur er svo fljótur að líða.

Dana xx

Tuesday, October 14, 2008

Nei hættu nú alveg

Þegar ég kem heim út tubinu þá geng ég í gegnum garð, þegar ég kem út úr garðinum kem ég að skóla sem er með krökkum á aldrinum 5-7 ára. Um daginn þegar ég var að labba heim tók ég eftir því hvað var gaman hjá þessum krökkum, skoppandi á stórum boltum og í sippó og hvað það eina, svo tek ég eftir stelpuhóp sem dansa og klappa í hring, en þegar ég lít nánar á hópinn þá er lítil stelpa í miðjunni, kanski 5 ára og heldur um mjaðmirnar á sér og sveiflar rassinum og "mjöðmunum" hvað hún best getur á meðan vinkonur hennar hrópa: "DO IT SEXY".

Hvað er að? Er ekki komið gott? Mér svo gjörsamlega blöskraði að ég varð eiginlega bara móðguð. Ekki nóg með það að stelpur fá ekki að halda í æskuna svo lengi eftir fermingu, ef þá það.. heldur eru litlar stelpur, 5 ára farnar að fá kynímind???? Eða er ég að misskilja??

Dana

Friday, October 10, 2008

Íslendingur í Bretlandi = Padda

Ég er í frekar miklu sjokki þessa dagana... ísland að fara á hausinn? Sem námsmaður erlendis er ég frekar hrædd um minn framan hér í landi.. mun ég t.d. fá námslánin mín um næstu mánaðamót? og ef ekki, myndi ég fá vinnu hér í landi - Bretlandi?

Íslendingar hér í London eru ekki þeir vinsælustu þessa dagana.. um daginn var hrækt á strák hér í bæ fyrir að vera íslendingur svo þegar Arna ætlaði að fá sér reikning hjá T-mobile fékk hún bara hreitt í sig að við íslendingar værum ekkert nema ræningjar að stela peningum frá saklausu fólki.

KJAFTSTOPP!!

Tuesday, October 7, 2008

Er allt að fara til fjandans?

Ég er á lífi... ég fékk loksins netið á laugardaginn eftir mikið og leiðinlegt maus að redda því en svo um leið og allt var komið á hreint kom þetta strax..

Nei ég ætla ekki að blogga um kreppuna heima og hvað ég á bágt...

...Margt er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Skólinn er alveg að komast á full skrið, þessi vika er svona vikan þar sem skólinn beisiklý byrjar, hitt var meira bara velkomin í skólann og ég er kennarinn þinn. Kennararnir mínir eru mjög fínir en rosalega misjafnir. Það er einn sem ég er strax byrjuð að fíla og kennir hann mér introduction to the music and media industry.. í þeim áfanga erum við að fara yfir tónlistarsöguna almennt - enn sem komið er amk. Sá kennari er reyndar mis vinsæll en ég fílann. Sumir kennararnir mínir þarna minna mig á gamla kennara sem ég hef haft í gegnum árin og eru mjög skemmtilegir en sérstakir karakterar, en það er samt eitthvað er bara af því góða.

Við erum farnar að koma okkur rosa vel fyrir í íbúðinni okkar. Hverfið okkar er ansi vafasamt, en ég held að það verði samt allt í lagi, við erum alveg varar um okkur þegar við erum að labba heim á kvöldin og þannig... en annars er þetta bara fínasta hverfi.

Smá myndir af íbúðinni:









Svona herbergið fyrir.. ;)


Mamma og systir Örnu, Ösp komu í heimsókn til okkar um helgina, ég var nú reyndar bara með þeim eina kvöldstund því ég ákvað allt í einu að kíkja til Nottingham til að knúsa hana Eyrúnu mína aðeins.. sver það, það var of gott að komast út fyrir og blása svarta horinu burt.. (já ég sagði það).
Við náttla gerðum það sem við gerum best og áttum þessa svakalegu helgi og duttum svona líka myndarlega í það, svo kom Hrabba á laugardeginum og það bætti nú ekki úr skák, skál fyrir því...

En verið nú dugleg að kommenta!!

Dana