Wednesday, December 24, 2008

Jól

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR OG KUNNINGJAR, VONA AÐ ÞIÐ OG FJÖLSKYLDUR YKKAR HAFI ÞAÐ SEM ALLRA BEST YFIR HÁTÍÐIRNAR

KOSS OG KVEÐJUR

DANA

Wednesday, December 17, 2008

Heima

Ég er komin heim!! Það er svo gott að þið trúið því líklegast ekki.. Er að vinna á fullu hjá Kimi Records og það er ógeðslega gaman! Búin að kynnast helling af fólki síðan ég kom gegnum vinnunna og það er bara gaman.

Eyrún kom heim á sunnudaginn sem var mjög gott og Liljan búin í prófum þannig að allt er klárt í gaman! Arna er bara á Bolungarvík, borðandi og láta sér leiðast.. ég sakna hennar illa mikið þar sem við vorum eins og ungt ástfangið par og núna vantar part af mér sem ég vil fá aftur og dansa heyjalla dansinn og fríka smá út! ;)

Það er bara vika í jól! Búin að kaupa allar jólagjafir og ætla að baka um helgina þannig að þetta er bara allt að koma.. er svo spennt að fá góðan mat og slappa af.. þarf samt að læra ógeðslega mikið þannig að ef það er einhver þarna sem les þetta leiðinda blogg og kann á excel má hann koma til mín og hjálpa mér.. er í smá krísu..!! Hélt ég hefði losað mig við excel í menntaskóla en ætli þetta muni ekki fylgja mér allt mitt nám.

En annars er ég bara að láta vita af mér.. verið í bandi, er með sama númerið og er alltaf til í að gera eitthvað :)

Danish

Sunday, December 7, 2008

Lítil

Þá er næstum því komið að því að fara að koma sér heim.. bara tveir dagar eftir í London, svo bara heim um kvöldið - mikið er ég spennt! Ótrúlegt að ég sé búin að vera hérna í næstum 3 mánuði.. tíminn er of fjótur að líða, eins og Arna sagði; "Verðum orðnar þrítugar áður en við vitum af..." þetta er rosalegt!

Helgin var ansi góð, djammið var ansi mikið og ætti það að vera nóg út árið, amk í London, hlakka samt til að fara út næstu helgi hahaha.. þetta er sjúkt.. Fórum á stað í Camden á föstudaginn með Hafdísi vinkonu og þar vorum við settar á VIP borð þar sem öryggisverðir gættu okkar allt kvöldið, fylgt á klósettið og keyrt á milli staða með einkabílstjóra á Bens.. þetta var svo súrrealískt að það er eiginlega fáranlegt! Vorum næstum með pissið í buxunum af hlátri því að það er eiginlega ekkert á hverjum degi sem maður fær svona tríment!! En þetta var gott eitt kvöld..
Héldum svo smá jólakósýdag á laugardaginn þar sem við hökkuðum í okkur eplaköku og smákökum.. það var mjög fínt.



Dana

Monday, December 1, 2008

Vika

Þá er ritgerðin búin og ég er tilbúin í að komast í jólafrí!!! Fer heim eftir viku og ég get eiginelga ekki beðið mikið lengur.

Síðasta laugardag fór ég að sjá gyðjuna Róisin Murphy í Brixton. Þetta voru einhverjir mögnuðustu tónleikar sem ég hef farið á. Videoverkin bakvið hana voru klikkuð, fötin voru svo geðveik og takturinn í manneskjunni fékk mig til að skjálfa!







Annars er ég bara búin að eyða síðustu vikunni í að gera þessa blessuðu ritgerð.. það er amk búið og svo bara nokkuð smávæginlega verkefni eftir!
Þegar ég kem heim er ég komin með vinnu hjá Kimi Records - bara svona um jólin að hjálpa til, veit ekki hvað ég mun gera en það verða einhver verkefni!

Svo næst á dagskrá heima er RATATAT!!! Hver kemur með mér??!

Dana