Wednesday, December 24, 2008

Jól

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR OG KUNNINGJAR, VONA AÐ ÞIÐ OG FJÖLSKYLDUR YKKAR HAFI ÞAÐ SEM ALLRA BEST YFIR HÁTÍÐIRNAR

KOSS OG KVEÐJUR

DANA

Wednesday, December 17, 2008

Heima

Ég er komin heim!! Það er svo gott að þið trúið því líklegast ekki.. Er að vinna á fullu hjá Kimi Records og það er ógeðslega gaman! Búin að kynnast helling af fólki síðan ég kom gegnum vinnunna og það er bara gaman.

Eyrún kom heim á sunnudaginn sem var mjög gott og Liljan búin í prófum þannig að allt er klárt í gaman! Arna er bara á Bolungarvík, borðandi og láta sér leiðast.. ég sakna hennar illa mikið þar sem við vorum eins og ungt ástfangið par og núna vantar part af mér sem ég vil fá aftur og dansa heyjalla dansinn og fríka smá út! ;)

Það er bara vika í jól! Búin að kaupa allar jólagjafir og ætla að baka um helgina þannig að þetta er bara allt að koma.. er svo spennt að fá góðan mat og slappa af.. þarf samt að læra ógeðslega mikið þannig að ef það er einhver þarna sem les þetta leiðinda blogg og kann á excel má hann koma til mín og hjálpa mér.. er í smá krísu..!! Hélt ég hefði losað mig við excel í menntaskóla en ætli þetta muni ekki fylgja mér allt mitt nám.

En annars er ég bara að láta vita af mér.. verið í bandi, er með sama númerið og er alltaf til í að gera eitthvað :)

Danish

Sunday, December 7, 2008

Lítil

Þá er næstum því komið að því að fara að koma sér heim.. bara tveir dagar eftir í London, svo bara heim um kvöldið - mikið er ég spennt! Ótrúlegt að ég sé búin að vera hérna í næstum 3 mánuði.. tíminn er of fjótur að líða, eins og Arna sagði; "Verðum orðnar þrítugar áður en við vitum af..." þetta er rosalegt!

Helgin var ansi góð, djammið var ansi mikið og ætti það að vera nóg út árið, amk í London, hlakka samt til að fara út næstu helgi hahaha.. þetta er sjúkt.. Fórum á stað í Camden á föstudaginn með Hafdísi vinkonu og þar vorum við settar á VIP borð þar sem öryggisverðir gættu okkar allt kvöldið, fylgt á klósettið og keyrt á milli staða með einkabílstjóra á Bens.. þetta var svo súrrealískt að það er eiginlega fáranlegt! Vorum næstum með pissið í buxunum af hlátri því að það er eiginlega ekkert á hverjum degi sem maður fær svona tríment!! En þetta var gott eitt kvöld..
Héldum svo smá jólakósýdag á laugardaginn þar sem við hökkuðum í okkur eplaköku og smákökum.. það var mjög fínt.



Dana

Monday, December 1, 2008

Vika

Þá er ritgerðin búin og ég er tilbúin í að komast í jólafrí!!! Fer heim eftir viku og ég get eiginelga ekki beðið mikið lengur.

Síðasta laugardag fór ég að sjá gyðjuna Róisin Murphy í Brixton. Þetta voru einhverjir mögnuðustu tónleikar sem ég hef farið á. Videoverkin bakvið hana voru klikkuð, fötin voru svo geðveik og takturinn í manneskjunni fékk mig til að skjálfa!







Annars er ég bara búin að eyða síðustu vikunni í að gera þessa blessuðu ritgerð.. það er amk búið og svo bara nokkuð smávæginlega verkefni eftir!
Þegar ég kem heim er ég komin með vinnu hjá Kimi Records - bara svona um jólin að hjálpa til, veit ekki hvað ég mun gera en það verða einhver verkefni!

Svo næst á dagskrá heima er RATATAT!!! Hver kemur með mér??!

Dana

Thursday, November 27, 2008

Róisin Murphy

One Two Three Four
Tell me that you love me more
Sleepless, long nights
That was what my youth was for

Oh teenage hopes are alive at your door
Left you with nothing
But they want some more

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are

Sweetheart, bitter heart
Now I can't tell you apart
Cozy and cold
Put the horse before the cart

Those teenage hopes
Who have tears in their eyes
Too scared to own up
To one little lie

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are

One, two, three, four, five, six, nine, or ten
Money can't buy you back the love that you had then (X2)

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are
Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are....................

Er að fara að sjá þessa fallegu konu á laugardagskvöldið

Tuesday, November 25, 2008

Kem heim 9.des

Smá breyting á plani.. kem fyr heim en ég ætlaði mér, eða reyndar bar 4 dögum fyr en það er samt hellings... kem 9 desember heim.. skólinn verður hvort eð er búinn í vikunni á undan þannig að þetta er bara kúúúl!! er svoo spennt að sjá suma :D

Annars bara fína.. er á fullu að vinna í síðustu ritgerð fyrir jól sem ég á að skila næsta miðvikudag eftir viku en stefnan er að klára hana fyrir laugardagskvöld.. en hver veit... yrði helst að deletea facebook til að komast yfir þetta...

Það er orðið svo kalt hérna að það er ekki eðlilegt! Það er svo mikill raki í loftinu að mér finnst þegar það er -5 gráður hérna eins og -20 heima... án gríns, hef aldrei fundið svona kulda áður... :O
... ég verð þá amk ekki óvön kuldanum þegar ég kem heim, en hlakka samt mest að sjá snjóinn!!

Dana

Thursday, November 20, 2008

Nóvember

Vikan er búin að vera svakaleg. Eiginlega bara erfið. Nokkur tár hafa verið felld, kjarkur upp, kjarkur niður og allur pakkinn en þessu er yfirstaðið.. eða svona næstum því.
Ég var s.s. að klára ritgerð um hópverkefni sem ég er búin að vera að vinna að í svona mánuð.. ritgerðin búin, annað verkefni næææstum búið en er að koma þannig að ég máááá eiga eitt kvöld þar sem ég geri ekki neitt nema horfi á video og slappa af.

Það eru margir í skólanum að flippa á þessu.. ekki allir sem eru að fíla námið og sumum langar klárlega bara heim til sín. En ég kenni nóvember um. Þetta er alveg týbískur nóvember og hann ætti að skammast sín.

Ég ætlaði til Eyrúnar á morgun en ég hætti við þar sem ég hef varla orku í það og margt að gerast í bænum sem ég get varla sleppt.. en það verður ekki langt í að ég fari til hennar, meina Allt fyrir ástina..

Það eru bara rúmar 3 vikur í mig... óóóójáááá!!!

Sunday, November 16, 2008

Notting Hill

Helgin var mjög góð. Á föstudaginn var ég og Arna bara heima að gera ekki neitt,
ætlaði nú reyndar að kíkja út í partý en svaf það af mér :( en það verður víst að hafa það..
Fékk í staðin að vakna snemma og læra og svo fór ég á Portobello markaðinn í Notting Hill. Hafði aldrei farið áður þannig að þetta var mjög skemmtileg upplifun og eyddi of miklum pening. En það var samt góð eyðsla..ég lofa..
Við sáum margt skemmtilegt þarna; myndavélar frá fornöld sem gaman væri að eiga bara upp á töffið, ávaxtamarkaði, fallegt fólk, OF mikið af fötum sem við máttum ekki við að horfa á og svo það sem mér fannst skemmtilegast - verk eftir götulistamanninn Banksy.





Fékk mér þessar tvær myndir, er alveg öll skotin.

Svo fórum við náttúrulega ekki framhjá The Travel Book store - úr Notting Hill myndinni!!! Ég er ekki að grínast, ég fékk kast.. Búðin lítur alveg eins út og í myndinni og ég er ekki frá því að það hafi verið dökkhærður, myndarlegur breti fyrir aftan búðarborðið..





Svo enduðum við götuna á að setjast í einn bjór..





Ég kem heim eftir minna en mánuð núna og ég er að pissa í mig af spenningi!!! ég get ekki beðið eftir að hitta alla!!

Skólinn gengur ágætlega, það er mikið að gera.. en þetta gengur! :)

Langar að vita hvort það sé einhver sem les... comment!!

Dana

Wednesday, November 12, 2008

Svo kósý hjá okkur!

Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum. Hef ekki mikinn tíma í að gera neitt, en meina það koma nú samt tímar þar sem maður fer út og slettir úr klaufunum! Auðvitað.

Ég var eitthvað vælandi um það á sunnudaginn að mér fyndist vanta aðal partinn í námið sem ég var búin að hlakka svo mikið til að upplifa, að læra á tæki og tól til að vinna með tónlist og þannig. Daginn eftir mæti ég í skólann og kemst að því að næsta verkefni sem ég á að skila í desember er að búa til þemalag fyrir si-fi drama þátt. Nei sko, þetta rokkaði mína tilvera og ég fann nýan tilgang með þessu námi. Mig langar eiginlega mest að hlaupa út í búð og kaupa mér tölvutengt píanó og stúdíógræjur og fara að leika mér í tónlist :D - einn daginn....

Í gærkvöldi fór ég niður í Soho og fór á stað sem heitir Punk. Þar var project iceland kvöld þar sem var tískusýning, Ultra mega techno bandið stefán spilaði og maður skellti í sér nokkrum íslenskum drykkjum. Þetta var bara fínasta kvöld..

Núna er bara mánuður í að ég komi heim! Ég er svo spennt að ég get eiginlega ekki lýst því.. vantar að komast bara smáááá, meira að segja þó það væri bara í 2 daga!

Annars er bara allt fínasta að frétta - ekkert of mikið samt, frekar rólegt hérna hjá okkur stelpunum þessa dagana, en meina það er bara kósý ;)

Dana

Tuesday, November 4, 2008

Má ég fá pjéningana mína??

Hvar er helvítis lánið mitt??

Núna er ég farin að finna fyrir því að vera námsmaður í Kreppunni og vera þar að auki að læra erlendis. Ég er ekki búin að fá lánið mitt og síðasti innborgunardagur fyrir íbúðina er á morgun þannig að ég er eiginlega í djúpum skít..

Flestir myndu nú bara ráðleggja mér að taka út af íslenska kortinu mínu og nota það þangað til að ég fengið lánið.. en neibb - það var gleypt í hraðbanka og eyðilagt í leiðinni þannig að ég á 2 pund. Það ætti að duga fyrir vatni næstu daga... iss..

Hef það nú svosem ekkert ALSLÆMT en maður er bara orðin pirraður á þessu.

Helgin með henni Eyrúnu minni var yndi! Er eiginlega bara að spá í að fara til hennar fljótlega..









Já.. þetta var gaman.. meiri myndir inni á facebook!

Annars er þessi vika ansi strembin þó þetta sé Readin Week (sem á að vera frí) og það er eiginlega bara brjálað að gera. Er að fara að flytja fyrirlestur á föstudaginn sem er alveg frekar stór. Svo þarf ég að fara að byrja á ritgerð sem ég á að skila fljótlega..

Var að spá í því í gær.. ef ég væri hérna sem au pair og hefði komið til að vera í 3 mánuði og væri að koma heim núna um jólin, sem er bara eftir einn og hálfan mánuð.. þá myndi ég ekki vilja fara. Ótrúlega skrýtið. Þegar ég var að fara út þá náði ég varla andanum, hélt að það væri eiginlega ekkert betra en að vera bara heima, og jafnvel bara vinna. En nei. hnéhnéhnéhné... kanski kem ég bara ekkert aftur heim..

Dana xx

Thursday, October 30, 2008

Ahhh

Það eru allir kvefaðir í London.
Fólk gengur um og hóstar upp í hálsmálið á hvoru öðru á milli þess að hrinda hvoru öðru út úr lestinni með miklum hamagangi.
Í dag var ég í lestinni á leiðinni í skólann, alveg nývöknum og glansandi af þreytu. Pökkuð lest. Ég náði sæti - sem betur fer, en því miður fyrir sjálfa mig fékk ein kona ekki sæti í lestinni og þurfti hún að standa beint fyrir framan mig. Hún var í peysu, svona magapeysu og frekar stuttum buxum... hvað haldiði að hafi verið að læðast upp úr buxunum á henni alla leiðina frá Waterloo upp á Leiceter Square? Mig langar eiginlega ekki að segja það þannig að þið verðið bara að giska... þarna sat ég, með klofið á konu framan í mér í lest á leiðinni í skólann að halda fyrsta fyrirlesturinn minn í skólanum.

Ég DÓ...

...fyrirlesturinn fór samt vel og ég fraus ekki og hélt hann eins og ég hefði aldrei gert neitt annað!

Á morgun er Halloween - alvöru Halloween þar sem börn ganga í hús og gera trick or treat! Ég er öll spennt. Eyrún kemur svo frá Nottingham um hálf 8 leytið og ætlum við að skera okkur á háls og ganga til Camden og sjúa blóð og stunda villtan dans og tilbiðja úlfa og nornir! Já við ætlum að gera það.
Daginn eftir verður Bonfirenight. Það verða víst svaka flugeldar og gaman og ég get ekki beðið! Svo verður gert eitthvað sniðugt eftir það.

Það er svo fyndið, mér finnst eins og ég sé búin að vera hérna ógeðslega stutt en ég er að koma heim bara eftir 6 vikur.. það er ekki neitt!!
Kem heim 13.desember og fer aftur til London 4.janúar. Finnst það fínt, alveg tæpar 3 vikur í fríi. Ætla samt að reyna að vinna eitthvað, ef einhverja vinnu er að fá og svo bara slappa af.. held að það sé amk bókað föndur og bakstur með Maríu - Elska það!!

Ég var að fá skrifborðið og stólinn sem ég pantaði frá ikea fyrir mánuði.. bara því ég nennti ekki að gera mér ferð þangað og bera það heim. Ég er að elska það, það er svo kalt hérna þannig að ég er bara búin að hita herbergið með kertum og kósí...
SVO KÓSÍ HJÁ OKKUR!!!



DANA xx

Monday, October 27, 2008

Smá update

Mér líður svo vel! finn mig algjörlega hérna og hef ekki enn fengið heimþráarkast. Kanski á ég bara alltaf eftir að vera hérna. Hver veit...
Ég er búin að kynnast svo yndislegu fólki að ég fæ því varla lýst.

Við stöllur héldum innflutningspartý um helgina síðustu - Hottieparty!! Við buðum svona 20 manns og það komu svona 50 manns :D .. ég hef nú alveg haldið ansi góð partý gegnum æfina en þetta sló þau öll út! Sver það, fólk kom um 10 leytið og fór um 6 leytið daginn eftir.. no kidding!!









Dana xx

Sunday, October 19, 2008

Túristi í London

Ég vaknaði frekar slöpp í gær morgun eftir ágætis djamm í Camden Town. Ég ætlaði bara að slappa af en ákvað frekar að skella mér út í góða haustveðrið. Fór og hitti hana Örnu mína í Green Park þar sem við höfðum ágætir pikk-nikk og sátum þar og smjöttuðum á baguette og muffins og þömbuðum capri-sun. Hvað er betra en það? Er eiginlega viss um að það sé ekkert betra...

Eftir það tókum við rölt niðureftir og fórum upp að Buckingham Palace. Tókum myndir eins og sönnum túristum sæmir og stilltum okkur upp við hermenn og hvað eina. Ég hafði ekki einu sinni farið upp að höllinni, hvað þá í London Eye! Þannig að við píurnar röltum ennþá meira og vorum alt í einu komnar niður á waterloo og stóðum hjá Big Ben og þaðan fórum við upp að London Eye... munum einn daginn fara í það, þegar ég hætti að vera lofthrædd.. það verður líklegast aldrei......












Annars er allt fínasta að frétta.. Það er byrjað að vera svoldið mikið að gera í skólanum, ég læt kreppuna ekki á mig fá og reyni að spara sem mest - frosinn matur og ekkert fatatrít.. en ég er ein af þeim sem nennirisiggi og nenneggi að tala um hana þannig að ég læt það vera í bili.

Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.. ég er núna búin að vera hérna í mánuð og verð komin heim eftir minna en 2 mánuði.. þetta er eiginlega fáranlegt. Hver dagur er svo fljótur að líða.

Dana xx

Tuesday, October 14, 2008

Nei hættu nú alveg

Þegar ég kem heim út tubinu þá geng ég í gegnum garð, þegar ég kem út úr garðinum kem ég að skóla sem er með krökkum á aldrinum 5-7 ára. Um daginn þegar ég var að labba heim tók ég eftir því hvað var gaman hjá þessum krökkum, skoppandi á stórum boltum og í sippó og hvað það eina, svo tek ég eftir stelpuhóp sem dansa og klappa í hring, en þegar ég lít nánar á hópinn þá er lítil stelpa í miðjunni, kanski 5 ára og heldur um mjaðmirnar á sér og sveiflar rassinum og "mjöðmunum" hvað hún best getur á meðan vinkonur hennar hrópa: "DO IT SEXY".

Hvað er að? Er ekki komið gott? Mér svo gjörsamlega blöskraði að ég varð eiginlega bara móðguð. Ekki nóg með það að stelpur fá ekki að halda í æskuna svo lengi eftir fermingu, ef þá það.. heldur eru litlar stelpur, 5 ára farnar að fá kynímind???? Eða er ég að misskilja??

Dana

Friday, October 10, 2008

Íslendingur í Bretlandi = Padda

Ég er í frekar miklu sjokki þessa dagana... ísland að fara á hausinn? Sem námsmaður erlendis er ég frekar hrædd um minn framan hér í landi.. mun ég t.d. fá námslánin mín um næstu mánaðamót? og ef ekki, myndi ég fá vinnu hér í landi - Bretlandi?

Íslendingar hér í London eru ekki þeir vinsælustu þessa dagana.. um daginn var hrækt á strák hér í bæ fyrir að vera íslendingur svo þegar Arna ætlaði að fá sér reikning hjá T-mobile fékk hún bara hreitt í sig að við íslendingar værum ekkert nema ræningjar að stela peningum frá saklausu fólki.

KJAFTSTOPP!!

Tuesday, October 7, 2008

Er allt að fara til fjandans?

Ég er á lífi... ég fékk loksins netið á laugardaginn eftir mikið og leiðinlegt maus að redda því en svo um leið og allt var komið á hreint kom þetta strax..

Nei ég ætla ekki að blogga um kreppuna heima og hvað ég á bágt...

...Margt er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Skólinn er alveg að komast á full skrið, þessi vika er svona vikan þar sem skólinn beisiklý byrjar, hitt var meira bara velkomin í skólann og ég er kennarinn þinn. Kennararnir mínir eru mjög fínir en rosalega misjafnir. Það er einn sem ég er strax byrjuð að fíla og kennir hann mér introduction to the music and media industry.. í þeim áfanga erum við að fara yfir tónlistarsöguna almennt - enn sem komið er amk. Sá kennari er reyndar mis vinsæll en ég fílann. Sumir kennararnir mínir þarna minna mig á gamla kennara sem ég hef haft í gegnum árin og eru mjög skemmtilegir en sérstakir karakterar, en það er samt eitthvað er bara af því góða.

Við erum farnar að koma okkur rosa vel fyrir í íbúðinni okkar. Hverfið okkar er ansi vafasamt, en ég held að það verði samt allt í lagi, við erum alveg varar um okkur þegar við erum að labba heim á kvöldin og þannig... en annars er þetta bara fínasta hverfi.

Smá myndir af íbúðinni:









Svona herbergið fyrir.. ;)


Mamma og systir Örnu, Ösp komu í heimsókn til okkar um helgina, ég var nú reyndar bara með þeim eina kvöldstund því ég ákvað allt í einu að kíkja til Nottingham til að knúsa hana Eyrúnu mína aðeins.. sver það, það var of gott að komast út fyrir og blása svarta horinu burt.. (já ég sagði það).
Við náttla gerðum það sem við gerum best og áttum þessa svakalegu helgi og duttum svona líka myndarlega í það, svo kom Hrabba á laugardeginum og það bætti nú ekki úr skák, skál fyrir því...

En verið nú dugleg að kommenta!!

Dana

Friday, September 26, 2008

Allt ad koma...

Eg er loksins flutt i ibudina... vid vorum svo anaegdar eftir ad vid fluttum inn ad thetta var halfgert spennuafall!!
Athugudum med netid og that er alveg 2-3 vikur i bid eftir tvi svo eg verd bara ad vera dugleg ad hanga a netkaffinu i gotunni :)

En ibudin er rosalega flott!! herbergin eru samt misstor og eg fekk minnsta herbergid, en aetlum vonandi ad bridda upp eftir aramot, svo thetta er agaett bara!

Er buin ad vera rosalega roleg sidan eg kom hingad en i kvold aetlum vid ad taka sma djamm a thetta og liklegast kikja a heimsmot DJ-a sem a vist ad vera svakalegt, en annars bara eitthvad ut!

Skolinn er finn, er buin ad kynnast einni islenskri stelpu, sem er fint, madur er ekki alveg jafn einn tharna :D en annars eru bekkjarfelagar minir finir, their sem eg er buin ad kynnast amk! Svo fekk eg stundatofluna i gaer og lyst vel a hana, er ekki mikid i skolanum... bara 7 timar a viku og fri a midvikudogum! En svo byrjar skolinn fyrir alvoru a manudaginn og er eg oll spennt!!

Dana

Monday, September 22, 2008

Danalína byrjar í skóla

Ég sver það...

...í dag þegar ég gekk inn í lestarstöðina, mér leið eins og ég væri gangandi um með sprengju í töskunni sem myndi springa hvað og hvenar. Ég sver það, held ég hafi aldrei verið jafn stressuð.. jújú ég hef eins og allir aðrir byrjað í nýjum skóla en ég var bara að kúka á mig þarna á leiðinni.

Ég mætti í skólann hálf 11 og fór í enrolementið. Allt gengur vel þangað til að stelpan segjir mér að það sé eitthvað vesen með einkunirnar mínar og að ég eigi að fara á aðalskrifstofuna að tala við Ben. Ég fer á skrifstofuna og kellingartíkin sem var þar sagði mér að Ben væri nú bara ekki við í dag þannig að ég bara já þá tala ég bara við þig er það ekki? Hún hrifsar blöðin úr höndunum á mér og segjir mér að neibb ég geti bara ekkert byrjað í skólanum. EEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE - hlaut að koma að því að þetta væri ekkert svona pörfecktoo...!!! þannig að ég hleyp út á götu, hringi hálf grenjandi í Eyrúnu og bara hugsaði, ég er að fara heim til Íslands - hvað á ég að gera??!! - Eyrún náttla bara best í heimi og bara GET A GRIP LOVE!! og sagði mér að tala við international office og ég náttla þaut þangað þar sem ég hitti skrifstofustjórann þar og útskýrði alla söguna og hún bara guð er ekki í lagi með suma?? hringdi eitt símtal og þessu var reddað á staðnum þannig að ég rölti aftur í enrolementið og kláraði það - ásamt því að fá lægri skólagjöld ;)
Þannig að þrátt fyrir vesen og væl kom út eigilega bara miklu betri kostur þannig að ég gekk brosandi út.

En annars þá erum við ekki ennþá fluttar inn, bankakerfið hérna er alveg aftur í fornöld og tekur amk 3 virka daga að drulla peningum inn í landið.. En þetta verður líklegast komið á morgun og er ég öll spennt að komast í mitt eigið herbergi. Ég keypti mér KING size sæng í dag - hef aldrei átt svo stóra sæng, en hún er samt alveg I---I þunn... en meina maður er nú ekki stúdent fyrir ekki neitt!


London Airwaves var síðasta föstudag, tók alveg slatta að myndum en ætla að setja þær inn síðar þegar ég kemst á netið í tölvunni minni, nei ég kann það ekki...
En það var ÓGEÐSLEGA gaman. Þarna voru íslendingar og íslendingar og ÍSLENDINGAR. Ég kynntist svo mikið af skemmtilegu og frábæru fólki að ég á ekki orð. Sá Familjen, Steed Lord, Fm Belfast og DJ Casanova og svo helling af útlenskum böndum sem ég man ekkert hver voru en ég skemmti mér!

Dana

Thursday, September 18, 2008

Komin til London

Núna er ég búin að vera í enska landinu í tæpa 4 daga og ég er svo að fíla það! Venjulega þegar ég kem til London eða almennt til útlanda veit maður alltaf að maður á bara nokkra daga eftir, en núna hugsa ég bara ekkert um það.. er bara hérna - bý hérna og elska það svo! Ég er samt almennt ótrúlega mikið í skýjunum og á ekki til orðs, en held það sé bara góðs viti...

Ég er komin með símanúmer og haldiði að ég sé ekki bara strax búin að læra það,: 00447531941131 ;)

Við flytjum inn í íbúðina okkar á sunnudaginn, Clara fór með mér að skoða hverfið í gær og fyrir utan íbúðina og mér líst bara mjög vel á. Gatan okkar er hringlaga og mjög krúttleg og lítil. Aðalgatan er alveg við og þar er apótek og búðir og allt sem við þurfum á að halda, og er við missum okkur í naglathinginu þá eru svona 15 naglastofur þarna í kring.. yeah right..
Við prófuðum svo að taka lestina frá húsinu okkar og upp í skólann minn og það tók 11 mínotur... en náttla um miðjan dag, en það er góðs viti og þýðir að það er mjööög stutt að fara í skólann fyrir mig, tímalega séð.

Í kvöld er fyrirpartý London Airwaves og ætlum við dömurnar að kíkja í það, og svo er London Airwaves á morgun þannig að það er allt að gerast!!

Annars bið ég bara að heilsa í bili, verið hress!!

Dana

Sunday, September 14, 2008

Kveðja

Ég kveð í bili

Ég er flutt til London að læra music and media management. Héðan mun ég blogga um mitt líf í London og endilega verið þið dugleg að kommenta því það er alltaf gott að heyra í vinum og kunningjum!!!

Dana - LONDONPÆJA!!!!!!

Tuesday, September 9, 2008

Djúpavogsferð

Ég kíkti til Írisar systur um helgina.. þar tók á móti mér lítil dama... Brynja. Ég veit ekki um skemmtilegri krakka og guð hvað ég hlakka til þegar hún byrjar að tala, sú á eftir að reita af sér brandarana!!
Helgin var æði í einu orði sagt. Íris náði í mig upp á Egilstaði og þegar við fórum í ríkið til að kaupa nokkra öllara fyrir helgina þá þorði ég varla að spurja hvort það yrði eitthvað að gerast um helgina, rétt spurði hvort það yrði trúbador eða eitthvað... en haldiði að þetta hafi ekki bara verið ein sú helgi á árinu þar sem hellings var að gerast! Skelltum okkur á tónleika með engum öðrum en Tod Sealy, oðru nafni Hornsíli... ó við elskuðum Tod... alveg svona líka já..
Daginn eftir skelltum við okkur á brekkusöng þar sem Kristján spilaði og allir sungu með, þar var boðið upp á kjötsúpu og bara kósíheit.. við Íris þráðum reyndar enn meiri kósíheit og fórum heim að kúrast og hlægja.

Slagarar helgarinnar:

,,Ótrúlega ertu djörf að þora að versla hérna þegar þú hefur ekki aldur til" - Íris við mig þegar ég stend við búðarkassann í ríkinu að borga búsið.

,,Já.. þegar tódið (kartan í nágrönnum) er orðinn aðalgæjinn þá er eitthvað orðið að" - Ég um hvað nágrannar eru orðnir leiðinlegir.

Dana: ,,Já sko ég þekki strák sem átti barbí þegar hann var lítill og hann er nú algjör tappi í dag" Íris: ,,Já og á hann kærustu í dag?" Dana: ,,EEEEEEHHHH nei..........." - Ég og Íris að rökræða um hvort það væri tilvísun á að strákar væru hommar ef þeir léku sér með dúkkur eða klæddu sig í kjóla þegar þeir væru yngri.

Já krakkar mínir, þarna sjáiði að þið misstuð af heilmiklu fjöri og ef þið skiljið ekki brandarann, ekki spurja.

Dana

Sunday, August 31, 2008

Tainted Love

Núna er þetta allt að koma, byrjað að styttast óhugnanlega mikið í að ég fari. Eftir tvær vikur á þessum tíma mun ég liggja andvaka í rúminu mínu með magapínu og hugsa, "shit, hvað er ég búin að koma mér útí"... en við skulum vona að það endi ekki með einhverjum ósköpum.

Síðasti dagurinn minn hjá Símanum í bili verður núna á miðvikudaginn. Svolítið skrýtið að þetta tímabil sé bara búið, og guð hvað það var fljótt að líða.. kynntist endalaust af ótrúlega skemmtilegu fólki, innan sem utan Símans, gerði of skemmtilega hluti og ég sé ekkert eftir því að hafa tekið mér ár frí frá skóla og myndi mæla með því fyrir alla sem vita ekki hvað þeir vilja gera. Sérstaklega eftir að maður er búin með menntó..

Helgin var mjög skemmtileg! Fór í Sony Ericsson partý á Apótekinu þar sem FM Belfast voru að spila, held reyndar að ég og Vignir höfum verið ein af 20 manns sem sýndu einhvern áhuga á því, en það er annað mál.. ég skemmti mér konunglega! Love them!!
Svo í gær þá kíkti ég til Sifjar ásamt fallegu fólki og skelltum við í okkur smá öli og kjarki og skelltum okkur svo í karókí! Karókí er málið í dag. Vinsælasti staðurinn til að vera á í dag er Live Pub, við hliðina á Vegas. Það er snilld. Þar getur maður sungið og dansað og allir eru glaðir - og graðir.. Tókum uppáhaldslagið mitt, Tainted Love með Soft Cell..



Dana

Monday, August 25, 2008

Osama til Eyja

Ég er svo þreytt í dag.

Ég sofnaði frekar snemma í gær, enda var ég að vinna alla helgina, bæði í Símanum og á næturlífinu þannig að það var mikið að gera á báðum stöðum. Erfitt að vera vinnandi tvær vinnur, tekur á taugarnar og lætur mann dreyma skrýtna hluti.

Ég var einmitt svona svakalega sofandi í nótt og dreymdi svona rosalegan draum. Tek það fram að þegar fólk byrjar að babbla um drauma sína þá slekk ég á eyrunum, en hlustið vel!

Mig var að dreyma að ég væri hjákona Osama Bin Laden og að hann væri að fela sig úti í Vestmannaeyjum!!

... annað í draumnum skiptir ekki máli...

en ég fór að spá í, það gæti alveg eins verið að hann Osama sé í Eyjum, afhvejru ekki þar frekar en annarsstaðar.. væri fínn felustaður fyrir hann og enginn myndi fatta að þetta væri hann.. meina hugsið: Osama, rakar skeggið, kominn í gallabuxur og leðurjakka og setur í sig linsur! HALLÓ - enginn myndi vita neitt...

Pælið aðeins í þessu...

Wednesday, August 20, 2008

Krútt

Það er komið plan...

4.september hætti ég í vinnunni
5.september ætla ég austur á land að kveðja mína ástkæru sem þar eru
10.september kem ég aftur í bæinn
12.september verður kveðjupartý fyrir þá sem vilja knúsa mig bless
15.september flýg ég og flyt til London kl 8 um morguninn

Jább það er bara að koma að þessu.. allt komið á hreint, eða svona semí.. Arna er að fara út eftir viku og ætlar hún að kíkja á íbúðir fyrir okkur, Clara fer 8.sept út þannig að þær finna eitthvað gott handa okkur pjásunum til að kúra í þennan veturinn.

Íris er farin til Horsens og Sunna fór í dag til Amsterdam - sumarið er búið og skólarnir eru að byrja... eitthvað finnst mér skrýtið við það hvað þetta sumar var fljótt að líða, ég sver það. Ég ætlaði að gera svo mikið en náði þó að gera margt..

Ég er byrjuð að taka mig til fyrir ferðina, á í rauninni bara eftir að taka mig til og pakka... en mun nú ekki gera það á næstunni samt!!

Ég kom mér í fyrsta KGRP partý sumarsins síðasta föstudag og var það amazin, fór í kveðjupartý Sunnu á laugardaginn og á Gusgus... GusGus er farið... ég held að það verði ekki meira af því... þau rokkuðu... en krátið var ömurlegt... held að málið fyrir fólk sé að fara til að ýta hvoru öðru, aflita á sér hárið og fara í slag.. meira að segja, ef maður fór aftast, þá var ekki einu sinni hægt að standa, dansa eða horfa á sveitina... nei, málið er að hrinda... ég bara segji það... ehh

Amma mín er mesta krútt í heimi eins og þeir sem hafa hitt hana vita... hún var að fá fyrsta gemsann sinn og ég held að þetta slái öllum krúttum við:



BY THE BY.... Er einhver hérna annar en Eyrún sem les bloggið? Plís kommentið og látið vita af ykkur ;)

Dana

Thursday, August 14, 2008

ACE

Núna er Seinfeld búið í mínu lífi og hvað tekur næst við? Á ég bara núna kanski að hætta að horfa á ógeðslega fynda þætti og byrja að lesa eða fara út að labba? Neeeee finnst hitt miklu meira spennandi..
Ég er sem sagt búin að taka núna bara eitt mesta Seinfeld maraþon sögunnar og var að horfa á síðasta þáttinn í gær og guð, ég naut hverrar mínotu. Þessir þættir eru ein sú mesta snilld sem framleidd hefur verið. Margir segja mér að Klovn og Curb your enthusiasm sé næst á dagskrá þannig að ég ætla að gefa því séns....



Núna er langa vinnuvikan mín búin og framundan tekur við 3ja daga frí því sælkerinn og letibykkjan hún ég reddaði sér fríi á laugardaginn þannig að þetta á eftir að verða sældarlíf hjá mér næstu daga!!
Á morgun er ég að fara í grill með hinni miklu elítu úr kirkjugarðinum, grill hjá Pétri - toppur sumarsins síðustu 3 árin þannig að þetta ætti ekki að klikka..
Svo á laugardaginn er ég að fara að kveðja hana Sunnu, sem er að fara í myndlistarnám til Amsterdam og eftir það ætlum við Eyrún að skella okkur á GusGus!! Ójáá, greinilegt í hvað mínir sældardagar stefna í, allavega fyrir kvöldin.. ehe..


BTW ég googlaði KGRP partý (kirkjugarðarnir) og þá kom þessi mynd upp, gömul mynd af baldursgötunni :D

Fór á kaffihús í kvöld með Örnu vinkonu og dömu sem heitir Clara, hún er sem sagt búin að bætast við hópinn og við erum að íhuga að búa saman í London, held samt að íhugið sé farið þannig að núna er bara að fara að finna íbúð.. alltaf lengi ég dvöl mína á Íslandi og ætla ég líklegast að fara bara út 17.sept.. þá get ég unnið lengur og verð ekki þarna úti að eyða peningnum mínum, jú ég myndi víst eyða honum....

Dana

Friday, August 8, 2008

Roller Coster

Ég á ekki til orð... ég fór til eyja á sunnudaginn síðastliðinn og my lord, eigum við eitthvað að ræða það? Þetta var einhver mesta upplifun sem ég hef upplifað, í alvöru! mm hlakka til eftir ár, en þá er ég staðráðin í að vera enn lengur en bara eina nótt.. Íris systir búin að reyna að láta mig vita í mörg ár.. en neibb ég nennti ekki... hvað er að?

Ég er búin að vera alveg ofboðslega róleg yfir för minni frá Íslandi undanfarið og einhernvegin lítið pælt í því að ég sé að flytja til London. Jújú, ég er auðvitað spennt og get ekki beðið eftir að fara en er samt óttaslegin yfir því hvað er orðið stutt í að ég fari.
Miðvikudaginn síðasta var ég í vinnunni, brjálað að gera og allt í einu fékk ég þetta svakalega kvíðakast og hugsaði með mér hvað hvað það væri ógeðslega margt sem ég á eftir að gera til að undirbúa mig.. settis svo niður og skrifaði minnislista yfir það sem ég á eftir að gera, og vitiði það.. það er bara ekkert svo mikið sem ég þarf að gera!! Ég kaupi líklegast allar bækur úti, flyt ekki mikið af dóti - jújú fötin mín auðvitað og svo er það bara ég og ég að halda geðheilsunni. Held að það ætti að takast. Vona það allavega.
Ég er s.s. búin að ákveða að ég flyt út 10.september, veit ekki hvort ég var búin að minnast á það.. en það er ákveðið. Ef ég verð ekki komin með hús þá, þá eru house hunting day´s 12.sept þannig að þá "redda" ég þessu.

Fékk svona yfirlit um daginn yfir allar námsgreinar sem ég verð í næstu 3 árin. Váá hvað ég er spennt, þetta verður ekki bara gaman, þetta verður æðislegt!! Ég trúi ekki að ég, Dana, stelpan með litla hjartað frá Breiðdalsvík sé að fara í einhverjar svona aðgerðir.. ójá þetta verður magnað!!



Kv. Dana Rún
Annars er allt gott að frétta, gaypride á morgun, það verður gaman að fara og sjá gönguna að vanda og dett´í´ða!

Wednesday, July 30, 2008

Verslunarmannahelgin

Já já og jamm jamm! Í dag var víst heitasti dagur síðan mælingar hófust... ég fór í sund og mælirinn sýndi 30°C!!! Eigum við eitthvað að ræða það? í alvöru??? Hefði ekki dottið í hug að það gæti mögulega orðið sami hiti hérna á íslandi og var úti í Fuertevenura um daginn... og jújú ég veit að þetta var líklegast þannig að sólin skein beint á mælinn en mér er alveg sama..
En já ég s.s. drullaði mér út í dag eftir að vinkonur mínar voru búnar að sýna það vel hversu mikið þær myndi gefa til að geta verið úti þannig að ég fór út og naut.. og naut... jebb.. fór svo á austurvöll að hitta Rasskinn og hitti líka Hildi, Valda og fleiri velvalda Reykjarvíkurbúa. Ég er mjög rauð.

Á meðan ég var á austurvelli hringdi Keli í mig og spurði hvort við ættum að fara til eyja... ég sagði já og við ætlum að reyna að redda okkur á sunnudaginn og koma heim á mánudaginn þannig að ef einhver -segji EINHVER veit um miða, hringið í mig í síma 6985449!! án gríns, ekki hika, enga feimni - ekkert rugl, bara hringja í mig!!

En annars er verslunarmannahelgin komin á hreint, byrjar s.s. á morgun;
-við Eyrún förum að ná í Lee á flugvöllinn,
-djamm á morgun líklegast,
-djamm á föstudaginn hjá henni Maríu líklegast,
-vinna á laugardaginn,
-fara svo í útilegu um kvöldið,
-líklegast á Snæfellsnes,
-vonandi, krossaputtasvakamikið Eyjar á sunnudag,
-ef ekki Eyjar þá djamm í bænum
-dauði á mánudaginn.

Þetta er held ég bara ágætisplan...

Annars er ekki mikið að frétta af mér... er eiginlega búin að ákveða að ég ætla að fara út 10.september þannig að þeir sem elska mig og þannig mega vera í miklu bandi þangað til!!! Erum ekki komnar með íbúð en það er allt að birta til..

En þeir sem gera eitthvað svipað og ég um helgina, vera i bandi beibs!

-Dana

Thursday, July 24, 2008

Arna

Arna mín á afmæli í dag!! Til hamingju með afmælið elsku lullan mín!! ég bara kom heim og náði að laga helvítis internetið þannig að þetta blogg er tileinkað henni Örnu!
Fórum áðan á Kaffibarinn í smá bjór.. gaf hefnni svona líka flott Holga myndavél og haldiði að pían hafi ekki bara fríkað út.. jebb, er að segjaða!!

Tuesday, July 22, 2008

Djamm

Það er byrjað að vera svo mikið að gera í vinnunni... fékk mér blogg, aðallega svo ég gæti bloggað mér til gleði útaf leiðindum í vinnunni, þar sem það er ekkert búið að vera að gera frá því um áramótin.
Mér finnst orðið gaman að vera í vinnunni aftur.. ég var komin með leiða og viðurkenni það vel en eftir að ég kom úr sumarfríi þá er ég alltaf glöð í vinnunni, læt ekki fólk fara í taugarnar á mér, heldur finnst það eiginlega bara fyndið ef það er með einvherja stæla. Enda á maður ekki að láta fólk fara í taugarnar á sér.. ég var farin að hata fólk almennt. Fannst það eiginlega bara leiðinlegt upp til hópa, fannst það vitlaust og hafa mikið fyrir sér. Núna finnst mér það bara fyndið, en auðvitað hættir það aldrei að vera asnalegt.

Síðasta helgi var æðisleg. Ég fór með stelpunum upp í bústað og hafði það gott, grillaði kjöt, spilaði spil og hafði það voða gaman, takk fyrir mig mínar kæru ;)
Á laugardeginum fór ég til Helgu Rutar frænku þar sem hún og Valur, maðurinn hennar héldu gott partý.. bróðir hans kom í heimsókn alla leið frá Noregi og áttum við góðar stundir yfir mojito og white russian! Það var svo gaman, svo fórum við á Q-bar að sjá Steed Lord og virkilega meikuðu pleisið!! Skemmti mér svo svakalega vel!! Svo fórum við með norsarann á nokkra aðra staði og líður mér eins og pimpi eftir þetta kvöld, *hóst-eehhheeem-hóst*



Fattaði svo... ég var komin með svo mikið ógeð á djammi í Reykjavík.. fannst þetta alltaf vera sama ruglið, sama fólkið og sami fílingur, var komin með ógeð á því eins og öllu öðru.. en ég held að málið sé fyrir mig að djamma þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast.. nenni eiginlega ekki lengur að djamma bara til að djamma.. það meikar eiginlega meira point en eitthvað annað.

Annars stefnir næsta helgi líka á djamm.. verslunarstjórinn minn er með grill heima hjá sér, svo já ég djamma að vanda og ætli ég geti eitthvða haldið í þessi tilfinningaríku orð mín þarna að ofan?

Wednesday, July 16, 2008

Fuerteventura

Þá er ég komin heim frá Kanarí... mér finnst fínt að vera komin. Ég og mamma fórum s.s. þangað í viku afslöppun. Það var æðislegt. Ég þurfti svo á því að halda þar sem ég var komin með ógeð af ÖLLU hérna heima og núna er ég öll eitthvað endurnærð. Er reyndar ennþá þreytt eftir flugið og þannig en what ever..





-Við vorum á hóteli sem heitir Sunrise Janida Resort og það var allt innifalið, líka barinn!!
-Þetta er algjör fjölskyldustaður, of mikið af börnum fannst okkur mæðgum.
-En mikið var þetta yndislegt - bara legið og gert ekki neittþ
-Fórum nú samt í molleeð ;)
-Við fórum í dýragarð sem er ekkert endilega frásögu færandi fyrir utan það að við fórum í safari á Úlfalda!!
-Það er geðveikt!!!!
-Á laugardeginum ákvað ég að taka góðan tan dag..... ég lá frá 10-16 um daginn og hneikslaðist á því að mamma kæmi ekki út í sólbað þarna eftir hádegið.... heitasti tími dagsins hvað, gola og kósíheit.........
-Ég skaaaað brann.... Ég varð eins og illa steikt beikon og þá er ég ekkert að ljúga..

Held að þetta sésvona beisikið... annars var bara drukkið bjór, borðað góðan mat og legið. Var að fíla það, stefna ferðarinnar!

Annars er það nýjasta að frétta fyrir utan þetta.... ég og Arna mín vorum búnar að fá þessa svona flottu íbúð. Holborn, sem er bara í central london... reyndist svo vera spam og Arna næstum búin að missa peninginn sinn en guði sé lof að hún fékk hann til baka.

Annars ætla ég að eyða því sem eyða skal úr tollinum þessa helgina, er eiginlega sjúk í að fara á Trentemöller... er einhver heitur fyrir því ? Látið mig vita...

Kv. Dana

Thursday, July 3, 2008

Kræst!!

Jæja, ég blogga ekki í viku og þá er fer Eyrún að halda því fram að ég sé hætt að blogga. Jáááá!!

Málið er það bara að ég hef ekki haft tíma í að blogga, hvað þá að fara í tölvu liggur við. Ég fór s.s. í sumarfrí síðasta föstudag og meeeen ég er búin að njóta þess að slappa af og gera ekki neitt, einmitt það sem ég ætlaði mér að gera! Ég s.s. fór á staffa djamm síðasta föstudag bara svona til að byrja fríið vel, fórum í partý í vestubænum sem var bara alveg mjög fínt, byrjuðum Kringlan heima hjá Önnu Hansen þar sem við skelltum í okkur nokkrum drykkjum, svona til að mýkja upp í okkur partýpúkana.
Kvöldið endaði á sveittum drykkjum á hinum ýmsu stöðum, en fórum við stelpurnar saman á 7 skemmtistaði!! Gerði aðrir betur!



Ef þessi mynd segir ekki allt sem segja þarf um ástand okkar Kringludama þetta kvöld, þá veit ég ekki hvað.

Laugardagurinn mikli fór í það að velta sér upp úr grátlegri þynnku gærdagsins, en ekki of lengi því að planið var að fara á tónleikana Náttúra í laugardalnum með Björk, Sigurrós og fleirum. Við mættum þangað um 6 leitið, sprækar, með teppi og töskurnar troðnar af bjór. Þessir tónleikar stóðu fyrir sínu! Skemmti mér svo vel, Jóni í Sigurrós orðinn bara stíliseraður gæji, Björk alltaf sami töffarinn og Ólöf Arnalds aldrei fallegri. Þetta var æðislegt! Stemningin var magnþrungin og í endan dansaði maður í brekkunni eins og maður ætti lífið af leysa.







Jebb svona var lífið í Laugardalnum síðustu helgi!! Þeir sem eru með facebook geta séð allar myndirnar, á eftir að finna mér almennilega myndasíðu þar sem mér finnst flickr ekki alveg nógu hentug fyrir djamm-sukk myndir ;)

En það nýjasta í fréttum hjá mér er það að ég og mamma vorum á þriðjudaginn bara meeen hvað er leiðinlegt veður, hvernig væri að fara bara til sólarlanda? Daginn eftir, s.s. í gær fórum við á netið og pöntuðum okkur vikuferð til Fuerteventura!!! Ertu ekki að grínast?!!!! NEIIII!!! Ég er að fríka út hérna, hef ekki farið til sólarlanda síðan Costa Del Sol 2005, og vá hvað ég get ekki beðið eftir að halda áfram að gera ekki neitt, nema bara í útlöndum, á stönd með kokteil og einhvern fola sem ber allt dótið fyrir mig!! (Btw, afhverju sér maður sólarlönd alltaf þannig fyrir sér?)

Thursday, June 26, 2008

Dítoxuð Dana

....eftir smá pælingu og skoðun þá er ég hætt að vera skotin í Kramer..

Á morgun fer ég í sumarfrí, ég er alveg æst í að komast í það, er bara komin með ógeð á öllu og hlakka svo til að fara upp í sveit og dítoxa.. ekki það að ég muni dítoxa á hollan hátt, meira bara að dítoxa frá sjálfri mér. Ég ætla að njóta þess að liggja í heitapottinum og drekka öl og rauðvín, hver er með?
Er svo búin að ákveða að 7.júlí fer ég til Írisar á Djúpavog, viljiði pæla, hef aldrei farið til hennar, það er skömm af þessu!!

Wednesday, June 25, 2008

Kramer

Er það rangt af mér að finnast hann pínku ponusu lítið heitur?



Ekki það að ég sé eitthvað slefandi yfir honum en ég er sjúk í Seinfeld þessa dagana og mér eitthvað eitthvað við hann.... ehe.... hjálp?

Monday, June 23, 2008

Skemmtilegur tími

Mamma er svo að ofdekra við mig þessa dagana og hún og ég erum að elskaða! Hún átti s.s. alltaf eftir að gefa mér afmælisgjöf þannig að þar sem minni myndavél var stolið í London síðast þegar ég var þar ákvað hún að gefa mér nýja, þetta er alveg gæða vél og er ég öll spennt að fara að taka myndir af mínu lífi þetta sumarið.



Ég fór til læknis í dag útaf því að ég er alltaf með hálsbólgu. Þetta var háls- nef og eyrnalæknir þannig að ég bjóst við einhvejrum svörum... en neibb.. ekki frekar en fyrri daginn, lét mig fá nefúða og ég á að nota hann í mánuð. Hvað er það? Ef maður fer til læknis og er að borga 5000 kall fyrir tímann þá vil ég alveg fá að vita hvað er að mér. En jæja ég get svosem sætt mig við það að það sé ekkert verra að mér en það að ég þurfi að nota nefúða...
Annars gerði ég ekki mikið í dag, tók mér gögnutúr, fór á Austurvöll með Eyrúnu og Maríu og fengum okkur mat á Hressó sem var reyndar alveg mjög gott.
Mig langar bara svo að fara að fá rjóðar kinnar, allir komnir með rauð nef og kinnar en ég er fölari en allt. En það er kanski betra en að vera últra tönuð.. en á hinn bógin er ég nú ekki kölluð TANA fyrir ekki neitt..

Það fer að styttast í sumarfríið mitt... verður víst ekkert út hringferðinni en mun þó amk fara á Djúpavog. Kvíður reyndar svoldið fyrir að fara að keyra ein þangað.. Sumarbústaður á föstudaginn, Björk og Sigurrós á laugardaginn, partý partý og meiri sumarbústaður... æðislegt!!





Annars er ég bara mjög spennt fyrir öllu sem er framundan, finnst þetta of skemmtilegur tími...

Dana

Sunday, June 22, 2008

Fyrsta færslan

Já ég er byrjuð aftur að blogga. Núna ætla ég að vera duglegri þó ég muni ekki setja neina pressu á mig. Ég er sem sagt að fara að flytja til London í haust til að fara í London Metropolitan University til að læra music and media management og ætla ég mér að blogga hér um mitt líf í London.



Ég ætla að vera eins dugleg og ég get að setja inn myndir af mínu lífi og mun ég byrja núna í sumar.

Á föstudaginn næsta fer ég í sumarfrí, ég get ekki beðið eftir að komast í frí og gera bara ekki neitt. Er virkilega að elskaða. Ég fer s.s. í bústað með fjölskyldunni, líklega á sunnudaginn því að ég ætla mér að fara á tónleikana í grasagarðinum með Björk og Sigurrós á laugardaginn þannig að ég tek rólega viku í bústað í potti næstu vikuna.
Svo erum við stelpurnar í Weird Girls að fara að gera myndband fyrir Ghostdigital helgina eftir það, það verður örugglega ógeðslega gaman!!



Svo eftir þá helgi ætla ég að fara austur. Heimsækja Írisi systur og fjölskyldu hennar, ömmu á Breiðdalsvík og það er alveg pælingin í að draga Örnu með, láta hana bara koma ;) og fara bara hringinn!! Helduru a ´ séééé!!

En læt þetta duga í bili, vill nú ekki vera of æst..

Dana