Thursday, June 26, 2008

Dítoxuð Dana

....eftir smá pælingu og skoðun þá er ég hætt að vera skotin í Kramer..

Á morgun fer ég í sumarfrí, ég er alveg æst í að komast í það, er bara komin með ógeð á öllu og hlakka svo til að fara upp í sveit og dítoxa.. ekki það að ég muni dítoxa á hollan hátt, meira bara að dítoxa frá sjálfri mér. Ég ætla að njóta þess að liggja í heitapottinum og drekka öl og rauðvín, hver er með?
Er svo búin að ákveða að 7.júlí fer ég til Írisar á Djúpavog, viljiði pæla, hef aldrei farið til hennar, það er skömm af þessu!!

Wednesday, June 25, 2008

Kramer

Er það rangt af mér að finnast hann pínku ponusu lítið heitur?



Ekki það að ég sé eitthvað slefandi yfir honum en ég er sjúk í Seinfeld þessa dagana og mér eitthvað eitthvað við hann.... ehe.... hjálp?

Monday, June 23, 2008

Skemmtilegur tími

Mamma er svo að ofdekra við mig þessa dagana og hún og ég erum að elskaða! Hún átti s.s. alltaf eftir að gefa mér afmælisgjöf þannig að þar sem minni myndavél var stolið í London síðast þegar ég var þar ákvað hún að gefa mér nýja, þetta er alveg gæða vél og er ég öll spennt að fara að taka myndir af mínu lífi þetta sumarið.



Ég fór til læknis í dag útaf því að ég er alltaf með hálsbólgu. Þetta var háls- nef og eyrnalæknir þannig að ég bjóst við einhvejrum svörum... en neibb.. ekki frekar en fyrri daginn, lét mig fá nefúða og ég á að nota hann í mánuð. Hvað er það? Ef maður fer til læknis og er að borga 5000 kall fyrir tímann þá vil ég alveg fá að vita hvað er að mér. En jæja ég get svosem sætt mig við það að það sé ekkert verra að mér en það að ég þurfi að nota nefúða...
Annars gerði ég ekki mikið í dag, tók mér gögnutúr, fór á Austurvöll með Eyrúnu og Maríu og fengum okkur mat á Hressó sem var reyndar alveg mjög gott.
Mig langar bara svo að fara að fá rjóðar kinnar, allir komnir með rauð nef og kinnar en ég er fölari en allt. En það er kanski betra en að vera últra tönuð.. en á hinn bógin er ég nú ekki kölluð TANA fyrir ekki neitt..

Það fer að styttast í sumarfríið mitt... verður víst ekkert út hringferðinni en mun þó amk fara á Djúpavog. Kvíður reyndar svoldið fyrir að fara að keyra ein þangað.. Sumarbústaður á föstudaginn, Björk og Sigurrós á laugardaginn, partý partý og meiri sumarbústaður... æðislegt!!





Annars er ég bara mjög spennt fyrir öllu sem er framundan, finnst þetta of skemmtilegur tími...

Dana

Sunday, June 22, 2008

Fyrsta færslan

Já ég er byrjuð aftur að blogga. Núna ætla ég að vera duglegri þó ég muni ekki setja neina pressu á mig. Ég er sem sagt að fara að flytja til London í haust til að fara í London Metropolitan University til að læra music and media management og ætla ég mér að blogga hér um mitt líf í London.



Ég ætla að vera eins dugleg og ég get að setja inn myndir af mínu lífi og mun ég byrja núna í sumar.

Á föstudaginn næsta fer ég í sumarfrí, ég get ekki beðið eftir að komast í frí og gera bara ekki neitt. Er virkilega að elskaða. Ég fer s.s. í bústað með fjölskyldunni, líklega á sunnudaginn því að ég ætla mér að fara á tónleikana í grasagarðinum með Björk og Sigurrós á laugardaginn þannig að ég tek rólega viku í bústað í potti næstu vikuna.
Svo erum við stelpurnar í Weird Girls að fara að gera myndband fyrir Ghostdigital helgina eftir það, það verður örugglega ógeðslega gaman!!



Svo eftir þá helgi ætla ég að fara austur. Heimsækja Írisi systur og fjölskyldu hennar, ömmu á Breiðdalsvík og það er alveg pælingin í að draga Örnu með, láta hana bara koma ;) og fara bara hringinn!! Helduru a ´ séééé!!

En læt þetta duga í bili, vill nú ekki vera of æst..

Dana