Wednesday, July 30, 2008

Verslunarmannahelgin

Já já og jamm jamm! Í dag var víst heitasti dagur síðan mælingar hófust... ég fór í sund og mælirinn sýndi 30°C!!! Eigum við eitthvað að ræða það? í alvöru??? Hefði ekki dottið í hug að það gæti mögulega orðið sami hiti hérna á íslandi og var úti í Fuertevenura um daginn... og jújú ég veit að þetta var líklegast þannig að sólin skein beint á mælinn en mér er alveg sama..
En já ég s.s. drullaði mér út í dag eftir að vinkonur mínar voru búnar að sýna það vel hversu mikið þær myndi gefa til að geta verið úti þannig að ég fór út og naut.. og naut... jebb.. fór svo á austurvöll að hitta Rasskinn og hitti líka Hildi, Valda og fleiri velvalda Reykjarvíkurbúa. Ég er mjög rauð.

Á meðan ég var á austurvelli hringdi Keli í mig og spurði hvort við ættum að fara til eyja... ég sagði já og við ætlum að reyna að redda okkur á sunnudaginn og koma heim á mánudaginn þannig að ef einhver -segji EINHVER veit um miða, hringið í mig í síma 6985449!! án gríns, ekki hika, enga feimni - ekkert rugl, bara hringja í mig!!

En annars er verslunarmannahelgin komin á hreint, byrjar s.s. á morgun;
-við Eyrún förum að ná í Lee á flugvöllinn,
-djamm á morgun líklegast,
-djamm á föstudaginn hjá henni Maríu líklegast,
-vinna á laugardaginn,
-fara svo í útilegu um kvöldið,
-líklegast á Snæfellsnes,
-vonandi, krossaputtasvakamikið Eyjar á sunnudag,
-ef ekki Eyjar þá djamm í bænum
-dauði á mánudaginn.

Þetta er held ég bara ágætisplan...

Annars er ekki mikið að frétta af mér... er eiginlega búin að ákveða að ég ætla að fara út 10.september þannig að þeir sem elska mig og þannig mega vera í miklu bandi þangað til!!! Erum ekki komnar með íbúð en það er allt að birta til..

En þeir sem gera eitthvað svipað og ég um helgina, vera i bandi beibs!

-Dana

Thursday, July 24, 2008

Arna

Arna mín á afmæli í dag!! Til hamingju með afmælið elsku lullan mín!! ég bara kom heim og náði að laga helvítis internetið þannig að þetta blogg er tileinkað henni Örnu!
Fórum áðan á Kaffibarinn í smá bjór.. gaf hefnni svona líka flott Holga myndavél og haldiði að pían hafi ekki bara fríkað út.. jebb, er að segjaða!!

Tuesday, July 22, 2008

Djamm

Það er byrjað að vera svo mikið að gera í vinnunni... fékk mér blogg, aðallega svo ég gæti bloggað mér til gleði útaf leiðindum í vinnunni, þar sem það er ekkert búið að vera að gera frá því um áramótin.
Mér finnst orðið gaman að vera í vinnunni aftur.. ég var komin með leiða og viðurkenni það vel en eftir að ég kom úr sumarfríi þá er ég alltaf glöð í vinnunni, læt ekki fólk fara í taugarnar á mér, heldur finnst það eiginlega bara fyndið ef það er með einvherja stæla. Enda á maður ekki að láta fólk fara í taugarnar á sér.. ég var farin að hata fólk almennt. Fannst það eiginlega bara leiðinlegt upp til hópa, fannst það vitlaust og hafa mikið fyrir sér. Núna finnst mér það bara fyndið, en auðvitað hættir það aldrei að vera asnalegt.

Síðasta helgi var æðisleg. Ég fór með stelpunum upp í bústað og hafði það gott, grillaði kjöt, spilaði spil og hafði það voða gaman, takk fyrir mig mínar kæru ;)
Á laugardeginum fór ég til Helgu Rutar frænku þar sem hún og Valur, maðurinn hennar héldu gott partý.. bróðir hans kom í heimsókn alla leið frá Noregi og áttum við góðar stundir yfir mojito og white russian! Það var svo gaman, svo fórum við á Q-bar að sjá Steed Lord og virkilega meikuðu pleisið!! Skemmti mér svo svakalega vel!! Svo fórum við með norsarann á nokkra aðra staði og líður mér eins og pimpi eftir þetta kvöld, *hóst-eehhheeem-hóst*



Fattaði svo... ég var komin með svo mikið ógeð á djammi í Reykjavík.. fannst þetta alltaf vera sama ruglið, sama fólkið og sami fílingur, var komin með ógeð á því eins og öllu öðru.. en ég held að málið sé fyrir mig að djamma þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast.. nenni eiginlega ekki lengur að djamma bara til að djamma.. það meikar eiginlega meira point en eitthvað annað.

Annars stefnir næsta helgi líka á djamm.. verslunarstjórinn minn er með grill heima hjá sér, svo já ég djamma að vanda og ætli ég geti eitthvða haldið í þessi tilfinningaríku orð mín þarna að ofan?

Wednesday, July 16, 2008

Fuerteventura

Þá er ég komin heim frá Kanarí... mér finnst fínt að vera komin. Ég og mamma fórum s.s. þangað í viku afslöppun. Það var æðislegt. Ég þurfti svo á því að halda þar sem ég var komin með ógeð af ÖLLU hérna heima og núna er ég öll eitthvað endurnærð. Er reyndar ennþá þreytt eftir flugið og þannig en what ever..





-Við vorum á hóteli sem heitir Sunrise Janida Resort og það var allt innifalið, líka barinn!!
-Þetta er algjör fjölskyldustaður, of mikið af börnum fannst okkur mæðgum.
-En mikið var þetta yndislegt - bara legið og gert ekki neittþ
-Fórum nú samt í molleeð ;)
-Við fórum í dýragarð sem er ekkert endilega frásögu færandi fyrir utan það að við fórum í safari á Úlfalda!!
-Það er geðveikt!!!!
-Á laugardeginum ákvað ég að taka góðan tan dag..... ég lá frá 10-16 um daginn og hneikslaðist á því að mamma kæmi ekki út í sólbað þarna eftir hádegið.... heitasti tími dagsins hvað, gola og kósíheit.........
-Ég skaaaað brann.... Ég varð eins og illa steikt beikon og þá er ég ekkert að ljúga..

Held að þetta sésvona beisikið... annars var bara drukkið bjór, borðað góðan mat og legið. Var að fíla það, stefna ferðarinnar!

Annars er það nýjasta að frétta fyrir utan þetta.... ég og Arna mín vorum búnar að fá þessa svona flottu íbúð. Holborn, sem er bara í central london... reyndist svo vera spam og Arna næstum búin að missa peninginn sinn en guði sé lof að hún fékk hann til baka.

Annars ætla ég að eyða því sem eyða skal úr tollinum þessa helgina, er eiginlega sjúk í að fara á Trentemöller... er einhver heitur fyrir því ? Látið mig vita...

Kv. Dana

Thursday, July 3, 2008

Kræst!!

Jæja, ég blogga ekki í viku og þá er fer Eyrún að halda því fram að ég sé hætt að blogga. Jáááá!!

Málið er það bara að ég hef ekki haft tíma í að blogga, hvað þá að fara í tölvu liggur við. Ég fór s.s. í sumarfrí síðasta föstudag og meeeen ég er búin að njóta þess að slappa af og gera ekki neitt, einmitt það sem ég ætlaði mér að gera! Ég s.s. fór á staffa djamm síðasta föstudag bara svona til að byrja fríið vel, fórum í partý í vestubænum sem var bara alveg mjög fínt, byrjuðum Kringlan heima hjá Önnu Hansen þar sem við skelltum í okkur nokkrum drykkjum, svona til að mýkja upp í okkur partýpúkana.
Kvöldið endaði á sveittum drykkjum á hinum ýmsu stöðum, en fórum við stelpurnar saman á 7 skemmtistaði!! Gerði aðrir betur!



Ef þessi mynd segir ekki allt sem segja þarf um ástand okkar Kringludama þetta kvöld, þá veit ég ekki hvað.

Laugardagurinn mikli fór í það að velta sér upp úr grátlegri þynnku gærdagsins, en ekki of lengi því að planið var að fara á tónleikana Náttúra í laugardalnum með Björk, Sigurrós og fleirum. Við mættum þangað um 6 leitið, sprækar, með teppi og töskurnar troðnar af bjór. Þessir tónleikar stóðu fyrir sínu! Skemmti mér svo vel, Jóni í Sigurrós orðinn bara stíliseraður gæji, Björk alltaf sami töffarinn og Ólöf Arnalds aldrei fallegri. Þetta var æðislegt! Stemningin var magnþrungin og í endan dansaði maður í brekkunni eins og maður ætti lífið af leysa.







Jebb svona var lífið í Laugardalnum síðustu helgi!! Þeir sem eru með facebook geta séð allar myndirnar, á eftir að finna mér almennilega myndasíðu þar sem mér finnst flickr ekki alveg nógu hentug fyrir djamm-sukk myndir ;)

En það nýjasta í fréttum hjá mér er það að ég og mamma vorum á þriðjudaginn bara meeen hvað er leiðinlegt veður, hvernig væri að fara bara til sólarlanda? Daginn eftir, s.s. í gær fórum við á netið og pöntuðum okkur vikuferð til Fuerteventura!!! Ertu ekki að grínast?!!!! NEIIII!!! Ég er að fríka út hérna, hef ekki farið til sólarlanda síðan Costa Del Sol 2005, og vá hvað ég get ekki beðið eftir að halda áfram að gera ekki neitt, nema bara í útlöndum, á stönd með kokteil og einhvern fola sem ber allt dótið fyrir mig!! (Btw, afhverju sér maður sólarlönd alltaf þannig fyrir sér?)