Friday, September 26, 2008

Allt ad koma...

Eg er loksins flutt i ibudina... vid vorum svo anaegdar eftir ad vid fluttum inn ad thetta var halfgert spennuafall!!
Athugudum med netid og that er alveg 2-3 vikur i bid eftir tvi svo eg verd bara ad vera dugleg ad hanga a netkaffinu i gotunni :)

En ibudin er rosalega flott!! herbergin eru samt misstor og eg fekk minnsta herbergid, en aetlum vonandi ad bridda upp eftir aramot, svo thetta er agaett bara!

Er buin ad vera rosalega roleg sidan eg kom hingad en i kvold aetlum vid ad taka sma djamm a thetta og liklegast kikja a heimsmot DJ-a sem a vist ad vera svakalegt, en annars bara eitthvad ut!

Skolinn er finn, er buin ad kynnast einni islenskri stelpu, sem er fint, madur er ekki alveg jafn einn tharna :D en annars eru bekkjarfelagar minir finir, their sem eg er buin ad kynnast amk! Svo fekk eg stundatofluna i gaer og lyst vel a hana, er ekki mikid i skolanum... bara 7 timar a viku og fri a midvikudogum! En svo byrjar skolinn fyrir alvoru a manudaginn og er eg oll spennt!!

Dana

Monday, September 22, 2008

Danalína byrjar í skóla

Ég sver það...

...í dag þegar ég gekk inn í lestarstöðina, mér leið eins og ég væri gangandi um með sprengju í töskunni sem myndi springa hvað og hvenar. Ég sver það, held ég hafi aldrei verið jafn stressuð.. jújú ég hef eins og allir aðrir byrjað í nýjum skóla en ég var bara að kúka á mig þarna á leiðinni.

Ég mætti í skólann hálf 11 og fór í enrolementið. Allt gengur vel þangað til að stelpan segjir mér að það sé eitthvað vesen með einkunirnar mínar og að ég eigi að fara á aðalskrifstofuna að tala við Ben. Ég fer á skrifstofuna og kellingartíkin sem var þar sagði mér að Ben væri nú bara ekki við í dag þannig að ég bara já þá tala ég bara við þig er það ekki? Hún hrifsar blöðin úr höndunum á mér og segjir mér að neibb ég geti bara ekkert byrjað í skólanum. EEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE - hlaut að koma að því að þetta væri ekkert svona pörfecktoo...!!! þannig að ég hleyp út á götu, hringi hálf grenjandi í Eyrúnu og bara hugsaði, ég er að fara heim til Íslands - hvað á ég að gera??!! - Eyrún náttla bara best í heimi og bara GET A GRIP LOVE!! og sagði mér að tala við international office og ég náttla þaut þangað þar sem ég hitti skrifstofustjórann þar og útskýrði alla söguna og hún bara guð er ekki í lagi með suma?? hringdi eitt símtal og þessu var reddað á staðnum þannig að ég rölti aftur í enrolementið og kláraði það - ásamt því að fá lægri skólagjöld ;)
Þannig að þrátt fyrir vesen og væl kom út eigilega bara miklu betri kostur þannig að ég gekk brosandi út.

En annars þá erum við ekki ennþá fluttar inn, bankakerfið hérna er alveg aftur í fornöld og tekur amk 3 virka daga að drulla peningum inn í landið.. En þetta verður líklegast komið á morgun og er ég öll spennt að komast í mitt eigið herbergi. Ég keypti mér KING size sæng í dag - hef aldrei átt svo stóra sæng, en hún er samt alveg I---I þunn... en meina maður er nú ekki stúdent fyrir ekki neitt!


London Airwaves var síðasta föstudag, tók alveg slatta að myndum en ætla að setja þær inn síðar þegar ég kemst á netið í tölvunni minni, nei ég kann það ekki...
En það var ÓGEÐSLEGA gaman. Þarna voru íslendingar og íslendingar og ÍSLENDINGAR. Ég kynntist svo mikið af skemmtilegu og frábæru fólki að ég á ekki orð. Sá Familjen, Steed Lord, Fm Belfast og DJ Casanova og svo helling af útlenskum böndum sem ég man ekkert hver voru en ég skemmti mér!

Dana

Thursday, September 18, 2008

Komin til London

Núna er ég búin að vera í enska landinu í tæpa 4 daga og ég er svo að fíla það! Venjulega þegar ég kem til London eða almennt til útlanda veit maður alltaf að maður á bara nokkra daga eftir, en núna hugsa ég bara ekkert um það.. er bara hérna - bý hérna og elska það svo! Ég er samt almennt ótrúlega mikið í skýjunum og á ekki til orðs, en held það sé bara góðs viti...

Ég er komin með símanúmer og haldiði að ég sé ekki bara strax búin að læra það,: 00447531941131 ;)

Við flytjum inn í íbúðina okkar á sunnudaginn, Clara fór með mér að skoða hverfið í gær og fyrir utan íbúðina og mér líst bara mjög vel á. Gatan okkar er hringlaga og mjög krúttleg og lítil. Aðalgatan er alveg við og þar er apótek og búðir og allt sem við þurfum á að halda, og er við missum okkur í naglathinginu þá eru svona 15 naglastofur þarna í kring.. yeah right..
Við prófuðum svo að taka lestina frá húsinu okkar og upp í skólann minn og það tók 11 mínotur... en náttla um miðjan dag, en það er góðs viti og þýðir að það er mjööög stutt að fara í skólann fyrir mig, tímalega séð.

Í kvöld er fyrirpartý London Airwaves og ætlum við dömurnar að kíkja í það, og svo er London Airwaves á morgun þannig að það er allt að gerast!!

Annars bið ég bara að heilsa í bili, verið hress!!

Dana

Sunday, September 14, 2008

Kveðja

Ég kveð í bili

Ég er flutt til London að læra music and media management. Héðan mun ég blogga um mitt líf í London og endilega verið þið dugleg að kommenta því það er alltaf gott að heyra í vinum og kunningjum!!!

Dana - LONDONPÆJA!!!!!!

Tuesday, September 9, 2008

Djúpavogsferð

Ég kíkti til Írisar systur um helgina.. þar tók á móti mér lítil dama... Brynja. Ég veit ekki um skemmtilegri krakka og guð hvað ég hlakka til þegar hún byrjar að tala, sú á eftir að reita af sér brandarana!!
Helgin var æði í einu orði sagt. Íris náði í mig upp á Egilstaði og þegar við fórum í ríkið til að kaupa nokkra öllara fyrir helgina þá þorði ég varla að spurja hvort það yrði eitthvað að gerast um helgina, rétt spurði hvort það yrði trúbador eða eitthvað... en haldiði að þetta hafi ekki bara verið ein sú helgi á árinu þar sem hellings var að gerast! Skelltum okkur á tónleika með engum öðrum en Tod Sealy, oðru nafni Hornsíli... ó við elskuðum Tod... alveg svona líka já..
Daginn eftir skelltum við okkur á brekkusöng þar sem Kristján spilaði og allir sungu með, þar var boðið upp á kjötsúpu og bara kósíheit.. við Íris þráðum reyndar enn meiri kósíheit og fórum heim að kúrast og hlægja.

Slagarar helgarinnar:

,,Ótrúlega ertu djörf að þora að versla hérna þegar þú hefur ekki aldur til" - Íris við mig þegar ég stend við búðarkassann í ríkinu að borga búsið.

,,Já.. þegar tódið (kartan í nágrönnum) er orðinn aðalgæjinn þá er eitthvað orðið að" - Ég um hvað nágrannar eru orðnir leiðinlegir.

Dana: ,,Já sko ég þekki strák sem átti barbí þegar hann var lítill og hann er nú algjör tappi í dag" Íris: ,,Já og á hann kærustu í dag?" Dana: ,,EEEEEEHHHH nei..........." - Ég og Íris að rökræða um hvort það væri tilvísun á að strákar væru hommar ef þeir léku sér með dúkkur eða klæddu sig í kjóla þegar þeir væru yngri.

Já krakkar mínir, þarna sjáiði að þið misstuð af heilmiklu fjöri og ef þið skiljið ekki brandarann, ekki spurja.

Dana