Tuesday, January 27, 2009

Helgi í heimsókn

Helgi kom í heimsókn til mín um helgina, alveg óvænt.. eða svona nokkurskonar :) mamma gaf honum gjafabréf í jólagjöf þannig að hann flaug hingað til London á föstudaginn, mér til mikillar ánægju.
Það var mjög margt gert um helgina, mikið var um bjórdrykkju og labb.. byrjuðum á því að fara i Covent Garden þar sem var verslað smá og snætt.. svo fórum við heim að gera okkur til fyrir kvöldið. Fórum svo á Hjaltalín seinna um kvöldið og enduðum svo í Camden. Hjaltalín voru alveg að brilla og skemmtum við okkur mjög vel það kvöldið. Daginn eftir vöknuðum við frekar hress á því og kíktum í camden og fórum á markaðinn þar, fengum okkur hádegismat og hittum Hafdísi vinkonu. Fórum svo í partý til vinar hennar og svo á djamm sem heitir electro therapy sem er í shoreditch.. ógeðslega gaman, neonljós og þegar bjalla hringdi attu allir að skipta um föt.. við gerðum það reyndar ekki, gleymdist víst alveg ;)

En myndir segja það sem þarf að segja:













fórum í London Eye á sunnudaginn.. ég er svo lofthrædd að þetta var fáranlegt, þorði ekki að hreyfa mig þarna inni, en svo þess virði, ekkert smá fallegt útsýni þarna uppi.

Dana

Monday, January 5, 2009

Jóla og Londonkoma

Ég var varla komin út úr flugvélinni þegar fólk fór að snýta sér.. hér er dónaskapur að sjúa í nefið þannig að allir eru í sífellu að snýta sér og mér finnst það ógeðslegt.
Ferðin heim gekk ótrúlega vel, svaf eiginlega alla leiðina og þóttist vera rosalega emo.. mætti svo í ískalda íbúðina, svaf í: legghlífum, ullarsokkum, náttbuxum, bol. peysu, ullarpeysu með ullar eyrnaband og með vettlinga... neiii þetta er ekki eðlilegt!! Vaknaði svo í íbúðinni sem var þá orðin 30 stiga heit og var að kafna hehe!
Mætti í skólann í morgun og það var rosalega gaman að hitta alla krakkana aftur.. komst samt að því að ég hefði í raun alveg getað verið lengur á íslandi því að það er eiginlega ekki skóli fyr en þegar kemur að prófum.. eða þá tek ég eitt próf þann 19.jan og svo er ég bara í fríi til 2.febrúar þannig að þetta er ansi sweeeeeet!! verður alveg ágætt að vera bara í 2ja vikna fríi hér í London hehe..

Jólafríið var samt mjög skemmtilegt, var að vinna á fullu í 2 vikur hjá Kimi Records þar sem ég kynntist helling af yndælu fólki og átti skemmtilega samveru með þeim, svo voru jólin sjálf mjög fín! Fékk mikið af jólagjöfum, meira en ég bjóst við og borðaði allt of mikið! Svosem bara gott að safna smá forða fyrir frostaveturinn mikla hérna í London.
Helgi fékk flugfar til mín í jólagjöf frá mömmu þannig að hann er líklegast að koma til mín þegar ég verð í fríi og ég bara get ekki beðið! Svo margt sem ég hlakka til að sýna honum :)

Annars bara back to books and stress... en ætla samt ekki að vera að stressa mig of mikið sei sei nei.

Dana