Tuesday, March 17, 2009

Gott

Er komin með nýja íbúð!! Verð s.s. að leigja með 2 strákum, einn breti og annars spænskur. Herbergið mitt er frekar stórt, með stóru rúmi... er í hverfi sem heitir Bethnal Green og ég bý bara við lestarstöðina. Er svo ánægð, var að ganga af göflunum að vera ekki komin með neitt, en ég mun s.s. flytja inn á föstudaginn.

WOOOHOOO!!!

Saturday, March 7, 2009

Væmin

Það er svo mikið að gera í skólanum hjá mér þessa dagana að ég sé varla fyrir endann á þessu... en það er svosem bara ágætt því að ég fer ekki í próf, svo þetta er þess virði.

Ég er búin að ákveða að ég ætla að koma heim í sumar, eða eins og er.. Er samt búin að koma mér svo vel fyrir hérna í London að það liggur við að ég sakni Íslands bara ekkert svo mikið lengur. Finnst æðislegt hérna og langar bara ekkert heim. Mér finnst það mjög gott þar sem ég er búin að vera með smá heimþrá, eða svona eins og fyrir jól og þannig.. en það kemur í ljós, kanski hætti ég við á síðustu stundu, finn mér vinnu á bar og hef gott sumar í London, hver veit ;) ...

Við erum að flytja núna 21.mars, sambúðin gekk ekki og svo þegar það var brotist inn hjá okkur kom það sem alveg fyllti mælinn. Það voru s.s. einhverjir gaurar sem fóru inn um gluggann hjá Clöru og rændu tölvunni hennar, á meðan sat ég ein inni í herbergi og vissi ekkert.. heyrði samt eitthvað bank og hljóp fram á gang en hélt bara að ég væri enn og aftur að vera paranoid, en grenilega ekki.... Frekar ömurlegt fyrir hana að missa tölvuna.. :( en hún fær held ég út úr tryggingunum.
En já, ég er s.s. að flytja á heimavist sem er í sömu götu og skólinn minn og verð þar í apríl og maí. Þetta er frábær staður til að vera á, spara mikinn pening með því að þurfa ekki að vera að kaupa lestarkort vikulega og get labbað í skólann. Fór í afmæli á vistina í gær og leyst vel á þetta svo þetta verður bara gaman og skemmtileg reynsla :) Það verður samt ömurlegt að búa ekki lengur með henni Örnu minni, er orðin svo háð henni, að koma heim og kjafta við hana langt fram á kvöld og láta eins og vitleysingur.. en ég býst nú samt ekki við því að við munum hittast eitthvað minna.

Annars er allt gott af mér að frétta.. Mér líður svo vel og er rosalega hamingjusöm.. Á frábærustu vini í öllum heiminum...
Á frábærustu fjölskyldu í öllum heiminum..
Og þetta er bara allt frábært..

En nóg af væmni..

Dana xx