Sunday, August 31, 2008

Tainted Love

Núna er þetta allt að koma, byrjað að styttast óhugnanlega mikið í að ég fari. Eftir tvær vikur á þessum tíma mun ég liggja andvaka í rúminu mínu með magapínu og hugsa, "shit, hvað er ég búin að koma mér útí"... en við skulum vona að það endi ekki með einhverjum ósköpum.

Síðasti dagurinn minn hjá Símanum í bili verður núna á miðvikudaginn. Svolítið skrýtið að þetta tímabil sé bara búið, og guð hvað það var fljótt að líða.. kynntist endalaust af ótrúlega skemmtilegu fólki, innan sem utan Símans, gerði of skemmtilega hluti og ég sé ekkert eftir því að hafa tekið mér ár frí frá skóla og myndi mæla með því fyrir alla sem vita ekki hvað þeir vilja gera. Sérstaklega eftir að maður er búin með menntó..

Helgin var mjög skemmtileg! Fór í Sony Ericsson partý á Apótekinu þar sem FM Belfast voru að spila, held reyndar að ég og Vignir höfum verið ein af 20 manns sem sýndu einhvern áhuga á því, en það er annað mál.. ég skemmti mér konunglega! Love them!!
Svo í gær þá kíkti ég til Sifjar ásamt fallegu fólki og skelltum við í okkur smá öli og kjarki og skelltum okkur svo í karókí! Karókí er málið í dag. Vinsælasti staðurinn til að vera á í dag er Live Pub, við hliðina á Vegas. Það er snilld. Þar getur maður sungið og dansað og allir eru glaðir - og graðir.. Tókum uppáhaldslagið mitt, Tainted Love með Soft Cell..



Dana

Monday, August 25, 2008

Osama til Eyja

Ég er svo þreytt í dag.

Ég sofnaði frekar snemma í gær, enda var ég að vinna alla helgina, bæði í Símanum og á næturlífinu þannig að það var mikið að gera á báðum stöðum. Erfitt að vera vinnandi tvær vinnur, tekur á taugarnar og lætur mann dreyma skrýtna hluti.

Ég var einmitt svona svakalega sofandi í nótt og dreymdi svona rosalegan draum. Tek það fram að þegar fólk byrjar að babbla um drauma sína þá slekk ég á eyrunum, en hlustið vel!

Mig var að dreyma að ég væri hjákona Osama Bin Laden og að hann væri að fela sig úti í Vestmannaeyjum!!

... annað í draumnum skiptir ekki máli...

en ég fór að spá í, það gæti alveg eins verið að hann Osama sé í Eyjum, afhvejru ekki þar frekar en annarsstaðar.. væri fínn felustaður fyrir hann og enginn myndi fatta að þetta væri hann.. meina hugsið: Osama, rakar skeggið, kominn í gallabuxur og leðurjakka og setur í sig linsur! HALLÓ - enginn myndi vita neitt...

Pælið aðeins í þessu...

Wednesday, August 20, 2008

Krútt

Það er komið plan...

4.september hætti ég í vinnunni
5.september ætla ég austur á land að kveðja mína ástkæru sem þar eru
10.september kem ég aftur í bæinn
12.september verður kveðjupartý fyrir þá sem vilja knúsa mig bless
15.september flýg ég og flyt til London kl 8 um morguninn

Jább það er bara að koma að þessu.. allt komið á hreint, eða svona semí.. Arna er að fara út eftir viku og ætlar hún að kíkja á íbúðir fyrir okkur, Clara fer 8.sept út þannig að þær finna eitthvað gott handa okkur pjásunum til að kúra í þennan veturinn.

Íris er farin til Horsens og Sunna fór í dag til Amsterdam - sumarið er búið og skólarnir eru að byrja... eitthvað finnst mér skrýtið við það hvað þetta sumar var fljótt að líða, ég sver það. Ég ætlaði að gera svo mikið en náði þó að gera margt..

Ég er byrjuð að taka mig til fyrir ferðina, á í rauninni bara eftir að taka mig til og pakka... en mun nú ekki gera það á næstunni samt!!

Ég kom mér í fyrsta KGRP partý sumarsins síðasta föstudag og var það amazin, fór í kveðjupartý Sunnu á laugardaginn og á Gusgus... GusGus er farið... ég held að það verði ekki meira af því... þau rokkuðu... en krátið var ömurlegt... held að málið fyrir fólk sé að fara til að ýta hvoru öðru, aflita á sér hárið og fara í slag.. meira að segja, ef maður fór aftast, þá var ekki einu sinni hægt að standa, dansa eða horfa á sveitina... nei, málið er að hrinda... ég bara segji það... ehh

Amma mín er mesta krútt í heimi eins og þeir sem hafa hitt hana vita... hún var að fá fyrsta gemsann sinn og ég held að þetta slái öllum krúttum við:



BY THE BY.... Er einhver hérna annar en Eyrún sem les bloggið? Plís kommentið og látið vita af ykkur ;)

Dana

Thursday, August 14, 2008

ACE

Núna er Seinfeld búið í mínu lífi og hvað tekur næst við? Á ég bara núna kanski að hætta að horfa á ógeðslega fynda þætti og byrja að lesa eða fara út að labba? Neeeee finnst hitt miklu meira spennandi..
Ég er sem sagt búin að taka núna bara eitt mesta Seinfeld maraþon sögunnar og var að horfa á síðasta þáttinn í gær og guð, ég naut hverrar mínotu. Þessir þættir eru ein sú mesta snilld sem framleidd hefur verið. Margir segja mér að Klovn og Curb your enthusiasm sé næst á dagskrá þannig að ég ætla að gefa því séns....



Núna er langa vinnuvikan mín búin og framundan tekur við 3ja daga frí því sælkerinn og letibykkjan hún ég reddaði sér fríi á laugardaginn þannig að þetta á eftir að verða sældarlíf hjá mér næstu daga!!
Á morgun er ég að fara í grill með hinni miklu elítu úr kirkjugarðinum, grill hjá Pétri - toppur sumarsins síðustu 3 árin þannig að þetta ætti ekki að klikka..
Svo á laugardaginn er ég að fara að kveðja hana Sunnu, sem er að fara í myndlistarnám til Amsterdam og eftir það ætlum við Eyrún að skella okkur á GusGus!! Ójáá, greinilegt í hvað mínir sældardagar stefna í, allavega fyrir kvöldin.. ehe..


BTW ég googlaði KGRP partý (kirkjugarðarnir) og þá kom þessi mynd upp, gömul mynd af baldursgötunni :D

Fór á kaffihús í kvöld með Örnu vinkonu og dömu sem heitir Clara, hún er sem sagt búin að bætast við hópinn og við erum að íhuga að búa saman í London, held samt að íhugið sé farið þannig að núna er bara að fara að finna íbúð.. alltaf lengi ég dvöl mína á Íslandi og ætla ég líklegast að fara bara út 17.sept.. þá get ég unnið lengur og verð ekki þarna úti að eyða peningnum mínum, jú ég myndi víst eyða honum....

Dana

Friday, August 8, 2008

Roller Coster

Ég á ekki til orð... ég fór til eyja á sunnudaginn síðastliðinn og my lord, eigum við eitthvað að ræða það? Þetta var einhver mesta upplifun sem ég hef upplifað, í alvöru! mm hlakka til eftir ár, en þá er ég staðráðin í að vera enn lengur en bara eina nótt.. Íris systir búin að reyna að láta mig vita í mörg ár.. en neibb ég nennti ekki... hvað er að?

Ég er búin að vera alveg ofboðslega róleg yfir för minni frá Íslandi undanfarið og einhernvegin lítið pælt í því að ég sé að flytja til London. Jújú, ég er auðvitað spennt og get ekki beðið eftir að fara en er samt óttaslegin yfir því hvað er orðið stutt í að ég fari.
Miðvikudaginn síðasta var ég í vinnunni, brjálað að gera og allt í einu fékk ég þetta svakalega kvíðakast og hugsaði með mér hvað hvað það væri ógeðslega margt sem ég á eftir að gera til að undirbúa mig.. settis svo niður og skrifaði minnislista yfir það sem ég á eftir að gera, og vitiði það.. það er bara ekkert svo mikið sem ég þarf að gera!! Ég kaupi líklegast allar bækur úti, flyt ekki mikið af dóti - jújú fötin mín auðvitað og svo er það bara ég og ég að halda geðheilsunni. Held að það ætti að takast. Vona það allavega.
Ég er s.s. búin að ákveða að ég flyt út 10.september, veit ekki hvort ég var búin að minnast á það.. en það er ákveðið. Ef ég verð ekki komin með hús þá, þá eru house hunting day´s 12.sept þannig að þá "redda" ég þessu.

Fékk svona yfirlit um daginn yfir allar námsgreinar sem ég verð í næstu 3 árin. Váá hvað ég er spennt, þetta verður ekki bara gaman, þetta verður æðislegt!! Ég trúi ekki að ég, Dana, stelpan með litla hjartað frá Breiðdalsvík sé að fara í einhverjar svona aðgerðir.. ójá þetta verður magnað!!



Kv. Dana Rún
Annars er allt gott að frétta, gaypride á morgun, það verður gaman að fara og sjá gönguna að vanda og dett´í´ða!