Monday, April 27, 2009

Blíða á Brick Lane

Eins og er þá er London SVO yndisleg... alla daga er yndislegt veður og í gær fórum við stelpurnar saman á Brick Lane, sem er gata hérna bara í 10 mínotna göngufjarlægð og sátum úti í sólinni í 30°c hita og söfnuðum brúnku. 3 vinkonur okkar voru að selja föt hérna á markaðnum og mikil stemning var í gangi.
Við hittumst helling af íslendingum á laugardaginn á bar í Soho til að fylgjast með kosningunum, það entist ekki lengi þar sem ekkert internet var á staðnum en ein kellingin var svo sniðug og var í símasambandi og setti upp fyrstu tölur á excel skjali upp á vegg.. meiri dúllan.. en svo enduðum við Arna á því að fara annað.. entumst ekki lengi yfir þessu!! En ég verð að segja að ég er mjög ánægð með niðurstöðurnar.

Skólinn er byrjaður á fullu, hvort hann er - það er alveg brjálað að gera og þar sem ég er ekki með internet heima eins og er þá heng ég á kaffihúsum bæjarins að reyna að koma einhverju í verk. En eftir mánuð verður þetta allt afstaðið og við tekur sumarfrí.
Ég er á fullu að leita mér að vinnu svo ég geti nú borgað leiguna í sumar og átt mér eitthvað líf svo það kemur vonandi fljótt á skrið!

Páskafríið heima var mjög gott, við mamma fórum til Breiðdalsvíkur til ömmu - bara svona til að slaka aðeins á og hafa það gott, það var æði! Svo var Reykjavík líka eins eftirminnileg og alltaf, fékk pínku heimþrá þegar ég var þarna og var smá hrædd um að ég væri að taka ranga ákvörðun með að vera í London í sumar, en um leið og ég hoppaði út úr vélinni hérna í London þá fann ég London-ylinn og ég verð hérna í London, svo lengi sem ég fæ vinnu!
Pabbi og Helgi ætla nú líklegast að koma til mín í sumar svo þetta verður bara kósí






Dana

1 comment:

Mamma said...

sakna,sakn... gangi þér vel í prófunum :D þín mammsa