Það var mjög margt gert um helgina, mikið var um bjórdrykkju og labb.. byrjuðum á því að fara i Covent Garden þar sem var verslað smá og snætt.. svo fórum við heim að gera okkur til fyrir kvöldið. Fórum svo á Hjaltalín seinna um kvöldið og enduðum svo í Camden. Hjaltalín voru alveg að brilla og skemmtum við okkur mjög vel það kvöldið. Daginn eftir vöknuðum við frekar hress á því og kíktum í camden og fórum á markaðinn þar, fengum okkur hádegismat og hittum Hafdísi vinkonu. Fórum svo í partý til vinar hennar og svo á djamm sem heitir electro therapy sem er í shoreditch.. ógeðslega gaman, neonljós og þegar bjalla hringdi attu allir að skipta um föt.. við gerðum það reyndar ekki, gleymdist víst alveg ;)
En myndir segja það sem þarf að segja:






fórum í London Eye á sunnudaginn.. ég er svo lofthrædd að þetta var fáranlegt, þorði ekki að hreyfa mig þarna inni, en svo þess virði, ekkert smá fallegt útsýni þarna uppi.
Dana