Monday, April 27, 2009

Blíða á Brick Lane

Eins og er þá er London SVO yndisleg... alla daga er yndislegt veður og í gær fórum við stelpurnar saman á Brick Lane, sem er gata hérna bara í 10 mínotna göngufjarlægð og sátum úti í sólinni í 30°c hita og söfnuðum brúnku. 3 vinkonur okkar voru að selja föt hérna á markaðnum og mikil stemning var í gangi.
Við hittumst helling af íslendingum á laugardaginn á bar í Soho til að fylgjast með kosningunum, það entist ekki lengi þar sem ekkert internet var á staðnum en ein kellingin var svo sniðug og var í símasambandi og setti upp fyrstu tölur á excel skjali upp á vegg.. meiri dúllan.. en svo enduðum við Arna á því að fara annað.. entumst ekki lengi yfir þessu!! En ég verð að segja að ég er mjög ánægð með niðurstöðurnar.

Skólinn er byrjaður á fullu, hvort hann er - það er alveg brjálað að gera og þar sem ég er ekki með internet heima eins og er þá heng ég á kaffihúsum bæjarins að reyna að koma einhverju í verk. En eftir mánuð verður þetta allt afstaðið og við tekur sumarfrí.
Ég er á fullu að leita mér að vinnu svo ég geti nú borgað leiguna í sumar og átt mér eitthvað líf svo það kemur vonandi fljótt á skrið!

Páskafríið heima var mjög gott, við mamma fórum til Breiðdalsvíkur til ömmu - bara svona til að slaka aðeins á og hafa það gott, það var æði! Svo var Reykjavík líka eins eftirminnileg og alltaf, fékk pínku heimþrá þegar ég var þarna og var smá hrædd um að ég væri að taka ranga ákvörðun með að vera í London í sumar, en um leið og ég hoppaði út úr vélinni hérna í London þá fann ég London-ylinn og ég verð hérna í London, svo lengi sem ég fæ vinnu!
Pabbi og Helgi ætla nú líklegast að koma til mín í sumar svo þetta verður bara kósí






Dana

Tuesday, March 17, 2009

Gott

Er komin með nýja íbúð!! Verð s.s. að leigja með 2 strákum, einn breti og annars spænskur. Herbergið mitt er frekar stórt, með stóru rúmi... er í hverfi sem heitir Bethnal Green og ég bý bara við lestarstöðina. Er svo ánægð, var að ganga af göflunum að vera ekki komin með neitt, en ég mun s.s. flytja inn á föstudaginn.

WOOOHOOO!!!

Saturday, March 7, 2009

Væmin

Það er svo mikið að gera í skólanum hjá mér þessa dagana að ég sé varla fyrir endann á þessu... en það er svosem bara ágætt því að ég fer ekki í próf, svo þetta er þess virði.

Ég er búin að ákveða að ég ætla að koma heim í sumar, eða eins og er.. Er samt búin að koma mér svo vel fyrir hérna í London að það liggur við að ég sakni Íslands bara ekkert svo mikið lengur. Finnst æðislegt hérna og langar bara ekkert heim. Mér finnst það mjög gott þar sem ég er búin að vera með smá heimþrá, eða svona eins og fyrir jól og þannig.. en það kemur í ljós, kanski hætti ég við á síðustu stundu, finn mér vinnu á bar og hef gott sumar í London, hver veit ;) ...

Við erum að flytja núna 21.mars, sambúðin gekk ekki og svo þegar það var brotist inn hjá okkur kom það sem alveg fyllti mælinn. Það voru s.s. einhverjir gaurar sem fóru inn um gluggann hjá Clöru og rændu tölvunni hennar, á meðan sat ég ein inni í herbergi og vissi ekkert.. heyrði samt eitthvað bank og hljóp fram á gang en hélt bara að ég væri enn og aftur að vera paranoid, en grenilega ekki.... Frekar ömurlegt fyrir hana að missa tölvuna.. :( en hún fær held ég út úr tryggingunum.
En já, ég er s.s. að flytja á heimavist sem er í sömu götu og skólinn minn og verð þar í apríl og maí. Þetta er frábær staður til að vera á, spara mikinn pening með því að þurfa ekki að vera að kaupa lestarkort vikulega og get labbað í skólann. Fór í afmæli á vistina í gær og leyst vel á þetta svo þetta verður bara gaman og skemmtileg reynsla :) Það verður samt ömurlegt að búa ekki lengur með henni Örnu minni, er orðin svo háð henni, að koma heim og kjafta við hana langt fram á kvöld og láta eins og vitleysingur.. en ég býst nú samt ekki við því að við munum hittast eitthvað minna.

Annars er allt gott af mér að frétta.. Mér líður svo vel og er rosalega hamingjusöm.. Á frábærustu vini í öllum heiminum...
Á frábærustu fjölskyldu í öllum heiminum..
Og þetta er bara allt frábært..

En nóg af væmni..

Dana xx

Saturday, February 21, 2009

Update

Ekki margt búið að gerast síðan ég skrifaði síðast. Svo gott að fá hann Helga minn í heimsókn :)
Skólinn er byrjaður og hann byrjar ansi hægt.. margir tímar sem eru búnir að falla niður og mjög mikið óskipulag í gangi, sem er að gera alla vitlausa. Hérna í London er það ekkert að skreppa upp í skóla bara. Frekar pirrandi að vera búin að ferðast í lestinni í 40 mínotur og það er ekki tími.. en jæja svosem ekki hægt að tuða um það mikið lengur.
Ég er mjög sátt, fer ekki í vorpróf í skólanum. Þarf hinsvegar að skila 4 ritgerðum í staðin en það er betra en próf. Þoli ekki próf. Páskafríið verður því líklegast undirlagt pappírum og ritgerðaskrifum, æj það er bara fínt.
Mér finnst þessi skólavetur búinn að líða svo svakalega hratt að það er ekki fyndið. Núna eftir jól þá er ég búin að kynnast enn meira fólki í skólanum og farin að eiga bara minn hóp.. mér finnst það voða fínt, þá er maður ekki eitthvað að randalast eitthvað - hef bara mitt fólk :) Við erum nokkur búin að stofna Rokk-samfélag innan skólans og erum núna á fullu að undirbúa tónleika sem verða á skólabarnum þann 26.mars - á afmælinu mínu. Þetta er mjög spennandi, líka gott efni í ferilskránna. Svo er vinur minn hér úr skólanum búinn að bjóða mér vinnu á Hróaskelldu þannig að ég held að ég taki því tækifæri líka. Fengi þá frítt inn á hátíðina, myndi vinna í 3 daga af 6 þannig að ég fengi líka tækifæri til að sjá böndin. En yrði auðvitað að redda mér þangað sjálf fram og til baka, en það er svo þess virði.
Ég er ekki komin með vinnu fyrir sumarið, vona að ég fái eitthvað. Er búin að sækja um á nokkrum stöðum svo það kemur í ljós.
Ég er ekki búin að fá einkunnirnar mínar fyrir síðustu önn þannig að ef allt gengur upp þá kem ég heim að vinna, ef ég þarf að taka eitthvað upp í sumar ætla ég að vera hér í London í sumar og finna mér vinnu hér.
Ég mun nú samt koma eitthvað heim, amk í Júní því Sóla vinkona mín er að fara að gifta sig!

Annars er bara allt gott að frétta. Erum búin að vera með íslendinga í heimsókn hérna síðustu helgi og núna um helgina svo það er alltaf nóg að gera.
Vona að allir hafi það sem allra best.

Kveðja Dana

Tuesday, January 27, 2009

Helgi í heimsókn

Helgi kom í heimsókn til mín um helgina, alveg óvænt.. eða svona nokkurskonar :) mamma gaf honum gjafabréf í jólagjöf þannig að hann flaug hingað til London á föstudaginn, mér til mikillar ánægju.
Það var mjög margt gert um helgina, mikið var um bjórdrykkju og labb.. byrjuðum á því að fara i Covent Garden þar sem var verslað smá og snætt.. svo fórum við heim að gera okkur til fyrir kvöldið. Fórum svo á Hjaltalín seinna um kvöldið og enduðum svo í Camden. Hjaltalín voru alveg að brilla og skemmtum við okkur mjög vel það kvöldið. Daginn eftir vöknuðum við frekar hress á því og kíktum í camden og fórum á markaðinn þar, fengum okkur hádegismat og hittum Hafdísi vinkonu. Fórum svo í partý til vinar hennar og svo á djamm sem heitir electro therapy sem er í shoreditch.. ógeðslega gaman, neonljós og þegar bjalla hringdi attu allir að skipta um föt.. við gerðum það reyndar ekki, gleymdist víst alveg ;)

En myndir segja það sem þarf að segja:













fórum í London Eye á sunnudaginn.. ég er svo lofthrædd að þetta var fáranlegt, þorði ekki að hreyfa mig þarna inni, en svo þess virði, ekkert smá fallegt útsýni þarna uppi.

Dana

Monday, January 5, 2009

Jóla og Londonkoma

Ég var varla komin út úr flugvélinni þegar fólk fór að snýta sér.. hér er dónaskapur að sjúa í nefið þannig að allir eru í sífellu að snýta sér og mér finnst það ógeðslegt.
Ferðin heim gekk ótrúlega vel, svaf eiginlega alla leiðina og þóttist vera rosalega emo.. mætti svo í ískalda íbúðina, svaf í: legghlífum, ullarsokkum, náttbuxum, bol. peysu, ullarpeysu með ullar eyrnaband og með vettlinga... neiii þetta er ekki eðlilegt!! Vaknaði svo í íbúðinni sem var þá orðin 30 stiga heit og var að kafna hehe!
Mætti í skólann í morgun og það var rosalega gaman að hitta alla krakkana aftur.. komst samt að því að ég hefði í raun alveg getað verið lengur á íslandi því að það er eiginlega ekki skóli fyr en þegar kemur að prófum.. eða þá tek ég eitt próf þann 19.jan og svo er ég bara í fríi til 2.febrúar þannig að þetta er ansi sweeeeeet!! verður alveg ágætt að vera bara í 2ja vikna fríi hér í London hehe..

Jólafríið var samt mjög skemmtilegt, var að vinna á fullu í 2 vikur hjá Kimi Records þar sem ég kynntist helling af yndælu fólki og átti skemmtilega samveru með þeim, svo voru jólin sjálf mjög fín! Fékk mikið af jólagjöfum, meira en ég bjóst við og borðaði allt of mikið! Svosem bara gott að safna smá forða fyrir frostaveturinn mikla hérna í London.
Helgi fékk flugfar til mín í jólagjöf frá mömmu þannig að hann er líklegast að koma til mín þegar ég verð í fríi og ég bara get ekki beðið! Svo margt sem ég hlakka til að sýna honum :)

Annars bara back to books and stress... en ætla samt ekki að vera að stressa mig of mikið sei sei nei.

Dana

Wednesday, December 24, 2008

Jól

GLEÐILEG JÓL KÆRU VINIR OG KUNNINGJAR, VONA AÐ ÞIÐ OG FJÖLSKYLDUR YKKAR HAFI ÞAÐ SEM ALLRA BEST YFIR HÁTÍÐIRNAR

KOSS OG KVEÐJUR

DANA