Tuesday, September 9, 2008

Djúpavogsferð

Ég kíkti til Írisar systur um helgina.. þar tók á móti mér lítil dama... Brynja. Ég veit ekki um skemmtilegri krakka og guð hvað ég hlakka til þegar hún byrjar að tala, sú á eftir að reita af sér brandarana!!
Helgin var æði í einu orði sagt. Íris náði í mig upp á Egilstaði og þegar við fórum í ríkið til að kaupa nokkra öllara fyrir helgina þá þorði ég varla að spurja hvort það yrði eitthvað að gerast um helgina, rétt spurði hvort það yrði trúbador eða eitthvað... en haldiði að þetta hafi ekki bara verið ein sú helgi á árinu þar sem hellings var að gerast! Skelltum okkur á tónleika með engum öðrum en Tod Sealy, oðru nafni Hornsíli... ó við elskuðum Tod... alveg svona líka já..
Daginn eftir skelltum við okkur á brekkusöng þar sem Kristján spilaði og allir sungu með, þar var boðið upp á kjötsúpu og bara kósíheit.. við Íris þráðum reyndar enn meiri kósíheit og fórum heim að kúrast og hlægja.

Slagarar helgarinnar:

,,Ótrúlega ertu djörf að þora að versla hérna þegar þú hefur ekki aldur til" - Íris við mig þegar ég stend við búðarkassann í ríkinu að borga búsið.

,,Já.. þegar tódið (kartan í nágrönnum) er orðinn aðalgæjinn þá er eitthvað orðið að" - Ég um hvað nágrannar eru orðnir leiðinlegir.

Dana: ,,Já sko ég þekki strák sem átti barbí þegar hann var lítill og hann er nú algjör tappi í dag" Íris: ,,Já og á hann kærustu í dag?" Dana: ,,EEEEEEHHHH nei..........." - Ég og Íris að rökræða um hvort það væri tilvísun á að strákar væru hommar ef þeir léku sér með dúkkur eða klæddu sig í kjóla þegar þeir væru yngri.

Já krakkar mínir, þarna sjáiði að þið misstuð af heilmiklu fjöri og ef þið skiljið ekki brandarann, ekki spurja.

Dana

4 comments:

Anonymous said...

Hahahaha mér fannst þetta geðveikt fyndið af Írisi í ríkinu! Vá :D

Elska svona helgar útá landi enda alltof fáar. Sérstaklega þegar farið er með bjór ... ;)

Anonymous said...

Hahaha já þetta var of fyndið, sérstaklega því að henni og búðarstráknum fannst þetta svo fyndið :D

Anonymous said...

hahahaha snilldarblogg. Shit hvað ég hló um helgina. Takk fyrir æðislega helgi, á eftir að lifa á henni lengi:D

Anonymous said...

haha ég er skotin í tódinu.