Thursday, September 18, 2008

Komin til London

Núna er ég búin að vera í enska landinu í tæpa 4 daga og ég er svo að fíla það! Venjulega þegar ég kem til London eða almennt til útlanda veit maður alltaf að maður á bara nokkra daga eftir, en núna hugsa ég bara ekkert um það.. er bara hérna - bý hérna og elska það svo! Ég er samt almennt ótrúlega mikið í skýjunum og á ekki til orðs, en held það sé bara góðs viti...

Ég er komin með símanúmer og haldiði að ég sé ekki bara strax búin að læra það,: 00447531941131 ;)

Við flytjum inn í íbúðina okkar á sunnudaginn, Clara fór með mér að skoða hverfið í gær og fyrir utan íbúðina og mér líst bara mjög vel á. Gatan okkar er hringlaga og mjög krúttleg og lítil. Aðalgatan er alveg við og þar er apótek og búðir og allt sem við þurfum á að halda, og er við missum okkur í naglathinginu þá eru svona 15 naglastofur þarna í kring.. yeah right..
Við prófuðum svo að taka lestina frá húsinu okkar og upp í skólann minn og það tók 11 mínotur... en náttla um miðjan dag, en það er góðs viti og þýðir að það er mjööög stutt að fara í skólann fyrir mig, tímalega séð.

Í kvöld er fyrirpartý London Airwaves og ætlum við dömurnar að kíkja í það, og svo er London Airwaves á morgun þannig að það er allt að gerast!!

Annars bið ég bara að heilsa í bili, verið hress!!

Dana

3 comments:

Anonymous said...

Vá hljómar allt æðislega vel:)

Ps.hvernig gastu lært þetta LANGA símanúmer öss...

Anonymous said...

Hehehe ekkert mál my darling ;D

Eyrun S said...

ú yeah.. spennt að heyra meira um London airwaves og auðvitað allt um líf þitt almennt í London!
en úff.. ég hef ekki ennþá nennt að læra mitt númer.. ætti kannski að taka þig til fyrirmyndar og gera það hehe;)