Monday, September 22, 2008

Danalína byrjar í skóla

Ég sver það...

...í dag þegar ég gekk inn í lestarstöðina, mér leið eins og ég væri gangandi um með sprengju í töskunni sem myndi springa hvað og hvenar. Ég sver það, held ég hafi aldrei verið jafn stressuð.. jújú ég hef eins og allir aðrir byrjað í nýjum skóla en ég var bara að kúka á mig þarna á leiðinni.

Ég mætti í skólann hálf 11 og fór í enrolementið. Allt gengur vel þangað til að stelpan segjir mér að það sé eitthvað vesen með einkunirnar mínar og að ég eigi að fara á aðalskrifstofuna að tala við Ben. Ég fer á skrifstofuna og kellingartíkin sem var þar sagði mér að Ben væri nú bara ekki við í dag þannig að ég bara já þá tala ég bara við þig er það ekki? Hún hrifsar blöðin úr höndunum á mér og segjir mér að neibb ég geti bara ekkert byrjað í skólanum. EEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE - hlaut að koma að því að þetta væri ekkert svona pörfecktoo...!!! þannig að ég hleyp út á götu, hringi hálf grenjandi í Eyrúnu og bara hugsaði, ég er að fara heim til Íslands - hvað á ég að gera??!! - Eyrún náttla bara best í heimi og bara GET A GRIP LOVE!! og sagði mér að tala við international office og ég náttla þaut þangað þar sem ég hitti skrifstofustjórann þar og útskýrði alla söguna og hún bara guð er ekki í lagi með suma?? hringdi eitt símtal og þessu var reddað á staðnum þannig að ég rölti aftur í enrolementið og kláraði það - ásamt því að fá lægri skólagjöld ;)
Þannig að þrátt fyrir vesen og væl kom út eigilega bara miklu betri kostur þannig að ég gekk brosandi út.

En annars þá erum við ekki ennþá fluttar inn, bankakerfið hérna er alveg aftur í fornöld og tekur amk 3 virka daga að drulla peningum inn í landið.. En þetta verður líklegast komið á morgun og er ég öll spennt að komast í mitt eigið herbergi. Ég keypti mér KING size sæng í dag - hef aldrei átt svo stóra sæng, en hún er samt alveg I---I þunn... en meina maður er nú ekki stúdent fyrir ekki neitt!


London Airwaves var síðasta föstudag, tók alveg slatta að myndum en ætla að setja þær inn síðar þegar ég kemst á netið í tölvunni minni, nei ég kann það ekki...
En það var ÓGEÐSLEGA gaman. Þarna voru íslendingar og íslendingar og ÍSLENDINGAR. Ég kynntist svo mikið af skemmtilegu og frábæru fólki að ég á ekki orð. Sá Familjen, Steed Lord, Fm Belfast og DJ Casanova og svo helling af útlenskum böndum sem ég man ekkert hver voru en ég skemmti mér!

Dana

4 comments:

Magnus Hreggvidsson said...

Tókstu ekki mynd af þér með skólatöskuna á leiðinni? Svona eins og fyrsta fyrsta daginn. Ættir að gera það og setja báðar inn á bloggið. Hún er hilarious, ef þú hefur verið jafnspennt núna og þá... úff, sé litlu ljóshærðu kanínustelpuna með í maganum af stressi og tilhlökkun. Gangi þér vel og allt svona reddast bara.. no probs lady! ;)

Anonymous said...

Gott að þetta bjargaðist með skólan, :o) ég bíð spenntur eftir myndum frá London :)

Hákon Hákonarson said...

Hæ skvís.
Ekta Dana upphrópun og fl, gott að allt fór vel heyrumst hress.
kv Pabbi

Anonymous said...

Almáttugur, ég hefði fengið taugaáfall! hehe:)

Vertu svo dugleg að blogga, kíki oft á dag;)