Tuesday, July 22, 2008

Djamm

Það er byrjað að vera svo mikið að gera í vinnunni... fékk mér blogg, aðallega svo ég gæti bloggað mér til gleði útaf leiðindum í vinnunni, þar sem það er ekkert búið að vera að gera frá því um áramótin.
Mér finnst orðið gaman að vera í vinnunni aftur.. ég var komin með leiða og viðurkenni það vel en eftir að ég kom úr sumarfríi þá er ég alltaf glöð í vinnunni, læt ekki fólk fara í taugarnar á mér, heldur finnst það eiginlega bara fyndið ef það er með einvherja stæla. Enda á maður ekki að láta fólk fara í taugarnar á sér.. ég var farin að hata fólk almennt. Fannst það eiginlega bara leiðinlegt upp til hópa, fannst það vitlaust og hafa mikið fyrir sér. Núna finnst mér það bara fyndið, en auðvitað hættir það aldrei að vera asnalegt.

Síðasta helgi var æðisleg. Ég fór með stelpunum upp í bústað og hafði það gott, grillaði kjöt, spilaði spil og hafði það voða gaman, takk fyrir mig mínar kæru ;)
Á laugardeginum fór ég til Helgu Rutar frænku þar sem hún og Valur, maðurinn hennar héldu gott partý.. bróðir hans kom í heimsókn alla leið frá Noregi og áttum við góðar stundir yfir mojito og white russian! Það var svo gaman, svo fórum við á Q-bar að sjá Steed Lord og virkilega meikuðu pleisið!! Skemmti mér svo svakalega vel!! Svo fórum við með norsarann á nokkra aðra staði og líður mér eins og pimpi eftir þetta kvöld, *hóst-eehhheeem-hóst*



Fattaði svo... ég var komin með svo mikið ógeð á djammi í Reykjavík.. fannst þetta alltaf vera sama ruglið, sama fólkið og sami fílingur, var komin með ógeð á því eins og öllu öðru.. en ég held að málið sé fyrir mig að djamma þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast.. nenni eiginlega ekki lengur að djamma bara til að djamma.. það meikar eiginlega meira point en eitthvað annað.

Annars stefnir næsta helgi líka á djamm.. verslunarstjórinn minn er með grill heima hjá sér, svo já ég djamma að vanda og ætli ég geti eitthvða haldið í þessi tilfinningaríku orð mín þarna að ofan?

3 comments:

Anonymous said...

Dana eins og þú ert búin að segja .. það er bara alltaf eitthvað að gerast!

Ég hlakka til djammfrís núna. Sá það fyrir mér í hyllingum eiginlega.

Takk fyrir góðan laugardag :*

Anonymous said...

ég lofa mér finnst bloggið þitt skemmtilegt. ég elska það! sjáumst í kvöld sæta lullan mín. (lulla=stelpa) - steikt.

Anonymous said...

ÉG VISSI ÞAÐ, það er ekki rass að gera síðan ég hætti !! múhahahahahhaha