Wednesday, July 16, 2008

Fuerteventura

Þá er ég komin heim frá Kanarí... mér finnst fínt að vera komin. Ég og mamma fórum s.s. þangað í viku afslöppun. Það var æðislegt. Ég þurfti svo á því að halda þar sem ég var komin með ógeð af ÖLLU hérna heima og núna er ég öll eitthvað endurnærð. Er reyndar ennþá þreytt eftir flugið og þannig en what ever..





-Við vorum á hóteli sem heitir Sunrise Janida Resort og það var allt innifalið, líka barinn!!
-Þetta er algjör fjölskyldustaður, of mikið af börnum fannst okkur mæðgum.
-En mikið var þetta yndislegt - bara legið og gert ekki neittþ
-Fórum nú samt í molleeð ;)
-Við fórum í dýragarð sem er ekkert endilega frásögu færandi fyrir utan það að við fórum í safari á Úlfalda!!
-Það er geðveikt!!!!
-Á laugardeginum ákvað ég að taka góðan tan dag..... ég lá frá 10-16 um daginn og hneikslaðist á því að mamma kæmi ekki út í sólbað þarna eftir hádegið.... heitasti tími dagsins hvað, gola og kósíheit.........
-Ég skaaaað brann.... Ég varð eins og illa steikt beikon og þá er ég ekkert að ljúga..

Held að þetta sésvona beisikið... annars var bara drukkið bjór, borðað góðan mat og legið. Var að fíla það, stefna ferðarinnar!

Annars er það nýjasta að frétta fyrir utan þetta.... ég og Arna mín vorum búnar að fá þessa svona flottu íbúð. Holborn, sem er bara í central london... reyndist svo vera spam og Arna næstum búin að missa peninginn sinn en guði sé lof að hún fékk hann til baka.

Annars ætla ég að eyða því sem eyða skal úr tollinum þessa helgina, er eiginlega sjúk í að fara á Trentemöller... er einhver heitur fyrir því ? Látið mig vita...

Kv. Dana

1 comment:

Anonymous said...

Æ hvað ég var ánægð að sjá að þú hefðir bloggað fékk bara gleði í líkamann, núna þegar rignir og ógeð þrái ég ekkert heitar en að liggja við sundlaugarbakka með risakokteil með regnhlíf og nakta spænska þjóna að sinna öllum mínum þörfum. Kannski meiraðsegja úlfaldi með :D