Thursday, July 3, 2008

Kræst!!

Jæja, ég blogga ekki í viku og þá er fer Eyrún að halda því fram að ég sé hætt að blogga. Jáááá!!

Málið er það bara að ég hef ekki haft tíma í að blogga, hvað þá að fara í tölvu liggur við. Ég fór s.s. í sumarfrí síðasta föstudag og meeeen ég er búin að njóta þess að slappa af og gera ekki neitt, einmitt það sem ég ætlaði mér að gera! Ég s.s. fór á staffa djamm síðasta föstudag bara svona til að byrja fríið vel, fórum í partý í vestubænum sem var bara alveg mjög fínt, byrjuðum Kringlan heima hjá Önnu Hansen þar sem við skelltum í okkur nokkrum drykkjum, svona til að mýkja upp í okkur partýpúkana.
Kvöldið endaði á sveittum drykkjum á hinum ýmsu stöðum, en fórum við stelpurnar saman á 7 skemmtistaði!! Gerði aðrir betur!



Ef þessi mynd segir ekki allt sem segja þarf um ástand okkar Kringludama þetta kvöld, þá veit ég ekki hvað.

Laugardagurinn mikli fór í það að velta sér upp úr grátlegri þynnku gærdagsins, en ekki of lengi því að planið var að fara á tónleikana Náttúra í laugardalnum með Björk, Sigurrós og fleirum. Við mættum þangað um 6 leitið, sprækar, með teppi og töskurnar troðnar af bjór. Þessir tónleikar stóðu fyrir sínu! Skemmti mér svo vel, Jóni í Sigurrós orðinn bara stíliseraður gæji, Björk alltaf sami töffarinn og Ólöf Arnalds aldrei fallegri. Þetta var æðislegt! Stemningin var magnþrungin og í endan dansaði maður í brekkunni eins og maður ætti lífið af leysa.







Jebb svona var lífið í Laugardalnum síðustu helgi!! Þeir sem eru með facebook geta séð allar myndirnar, á eftir að finna mér almennilega myndasíðu þar sem mér finnst flickr ekki alveg nógu hentug fyrir djamm-sukk myndir ;)

En það nýjasta í fréttum hjá mér er það að ég og mamma vorum á þriðjudaginn bara meeen hvað er leiðinlegt veður, hvernig væri að fara bara til sólarlanda? Daginn eftir, s.s. í gær fórum við á netið og pöntuðum okkur vikuferð til Fuerteventura!!! Ertu ekki að grínast?!!!! NEIIII!!! Ég er að fríka út hérna, hef ekki farið til sólarlanda síðan Costa Del Sol 2005, og vá hvað ég get ekki beðið eftir að halda áfram að gera ekki neitt, nema bara í útlöndum, á stönd með kokteil og einhvern fola sem ber allt dótið fyrir mig!! (Btw, afhverju sér maður sólarlönd alltaf þannig fyrir sér?)

3 comments:

Anonymous said...

Jájá segir þú ég vaknaði við rosalega móðguð msn skilaboð um að ég kommentaði ekki! Haha .. já annars var ég steinsofandi.

Laugardagurinn var góður dagur nema ég hef verið stanslaust kvefuð síðan, enda óskaplega kalt. Mikið áttu eftir að skemmta þér í sól og sumar- og strákayl. Hef nebblega heyrt að þessir Spánverjar séu meira en blóðheitir!

Ég heyri í þér á eftir :D

Anonymous said...

djöfulsins djammarar í kringlunni, ég verð að viðurkenna að ég sakna smá skítþunnu pólveradaganna a.k.a. sunnudaganna !

Anonymous said...

hæhæ o gaman að fá frá þér komment en hringir nú örugglega í mig áður en þú sérð þetta hehe.

en íris er orðin ekki alveg viss að hún treysti sér í bústaðinn, er bara í smá biðstöðu, svo kemur í ljós, er ekki þarna frænkuhittingurinn hjá þér? eða var það á lau. allaveeega þá góða ferð heim elsku sveskjan mín!!!