Wednesday, July 30, 2008

Verslunarmannahelgin

Já já og jamm jamm! Í dag var víst heitasti dagur síðan mælingar hófust... ég fór í sund og mælirinn sýndi 30°C!!! Eigum við eitthvað að ræða það? í alvöru??? Hefði ekki dottið í hug að það gæti mögulega orðið sami hiti hérna á íslandi og var úti í Fuertevenura um daginn... og jújú ég veit að þetta var líklegast þannig að sólin skein beint á mælinn en mér er alveg sama..
En já ég s.s. drullaði mér út í dag eftir að vinkonur mínar voru búnar að sýna það vel hversu mikið þær myndi gefa til að geta verið úti þannig að ég fór út og naut.. og naut... jebb.. fór svo á austurvöll að hitta Rasskinn og hitti líka Hildi, Valda og fleiri velvalda Reykjarvíkurbúa. Ég er mjög rauð.

Á meðan ég var á austurvelli hringdi Keli í mig og spurði hvort við ættum að fara til eyja... ég sagði já og við ætlum að reyna að redda okkur á sunnudaginn og koma heim á mánudaginn þannig að ef einhver -segji EINHVER veit um miða, hringið í mig í síma 6985449!! án gríns, ekki hika, enga feimni - ekkert rugl, bara hringja í mig!!

En annars er verslunarmannahelgin komin á hreint, byrjar s.s. á morgun;
-við Eyrún förum að ná í Lee á flugvöllinn,
-djamm á morgun líklegast,
-djamm á föstudaginn hjá henni Maríu líklegast,
-vinna á laugardaginn,
-fara svo í útilegu um kvöldið,
-líklegast á Snæfellsnes,
-vonandi, krossaputtasvakamikið Eyjar á sunnudag,
-ef ekki Eyjar þá djamm í bænum
-dauði á mánudaginn.

Þetta er held ég bara ágætisplan...

Annars er ekki mikið að frétta af mér... er eiginlega búin að ákveða að ég ætla að fara út 10.september þannig að þeir sem elska mig og þannig mega vera í miklu bandi þangað til!!! Erum ekki komnar með íbúð en það er allt að birta til..

En þeir sem gera eitthvað svipað og ég um helgina, vera i bandi beibs!

-Dana

1 comment:

Anonymous said...

Oh my lords já það var heitt í gær. ég varð samt ekkert rauð eða brún :(

eyjar reddast, annars tekurðu bara smá sundpsrett.

og svo BJÓRDJAMMBJÓR :) JAHÁ