Sunday, August 31, 2008

Tainted Love

Núna er þetta allt að koma, byrjað að styttast óhugnanlega mikið í að ég fari. Eftir tvær vikur á þessum tíma mun ég liggja andvaka í rúminu mínu með magapínu og hugsa, "shit, hvað er ég búin að koma mér útí"... en við skulum vona að það endi ekki með einhverjum ósköpum.

Síðasti dagurinn minn hjá Símanum í bili verður núna á miðvikudaginn. Svolítið skrýtið að þetta tímabil sé bara búið, og guð hvað það var fljótt að líða.. kynntist endalaust af ótrúlega skemmtilegu fólki, innan sem utan Símans, gerði of skemmtilega hluti og ég sé ekkert eftir því að hafa tekið mér ár frí frá skóla og myndi mæla með því fyrir alla sem vita ekki hvað þeir vilja gera. Sérstaklega eftir að maður er búin með menntó..

Helgin var mjög skemmtileg! Fór í Sony Ericsson partý á Apótekinu þar sem FM Belfast voru að spila, held reyndar að ég og Vignir höfum verið ein af 20 manns sem sýndu einhvern áhuga á því, en það er annað mál.. ég skemmti mér konunglega! Love them!!
Svo í gær þá kíkti ég til Sifjar ásamt fallegu fólki og skelltum við í okkur smá öli og kjarki og skelltum okkur svo í karókí! Karókí er málið í dag. Vinsælasti staðurinn til að vera á í dag er Live Pub, við hliðina á Vegas. Það er snilld. Þar getur maður sungið og dansað og allir eru glaðir - og graðir.. Tókum uppáhaldslagið mitt, Tainted Love með Soft Cell..



Dana

7 comments:

Jobove - Reus said...

very good blog, congratulations
regard from Reus Catalonia
thank you

Anonymous said...

Vá fana. Þú ert snillingur. Elska þig og karókí! Jaaaaaátsa.

Anonymous said...

ég er heví sátt með þetta karókí æði! við tökum þetta á yates's úti stelpa :D

styttist og styttist .. ertu ekki búin að pakka ;)

ps. security kóðinn hérna er svo fokk langur hann er næstum jafn langur og kommentið mitt

Anonymous said...

ég skemmti mér líka mjög vel á SE djamminu, takk fyrir skemmtilegt kvöld, þetta var mjög gaman og var bandið til að eyðileggja stemmarann!

Anonymous said...

takk sömuleiðis fyrir skemmtó kvöld og steldu bara myndum eins og þú vilt elskan.

Anonymous said...

Það er svo bjart yfir öllu hjá þér Dana, allir svo hamingjusamir og að elska hvort annað...og það er geðveikt!

Kveðja frá Mílanó :-)

Anonymous said...

Takk sömuleiðis fyrir helgina:) Þetta var ÆÐI og MIKLU meira en það:D