Fólk gengur um og hóstar upp í hálsmálið á hvoru öðru á milli þess að hrinda hvoru öðru út úr lestinni með miklum hamagangi.
Í dag var ég í lestinni á leiðinni í skólann, alveg nývöknum og glansandi af þreytu. Pökkuð lest. Ég náði sæti - sem betur fer, en því miður fyrir sjálfa mig fékk ein kona ekki sæti í lestinni og þurfti hún að standa beint fyrir framan mig. Hún var í peysu, svona magapeysu og frekar stuttum buxum... hvað haldiði að hafi verið að læðast upp úr buxunum á henni alla leiðina frá Waterloo upp á Leiceter Square? Mig langar eiginlega ekki að segja það þannig að þið verðið bara að giska... þarna sat ég, með klofið á konu framan í mér í lest á leiðinni í skólann að halda fyrsta fyrirlesturinn minn í skólanum.
Ég DÓ...
...fyrirlesturinn fór samt vel og ég fraus ekki og hélt hann eins og ég hefði aldrei gert neitt annað!
Á morgun er Halloween - alvöru Halloween þar sem börn ganga í hús og gera trick or treat! Ég er öll spennt. Eyrún kemur svo frá Nottingham um hálf 8 leytið og ætlum við að skera okkur á háls og ganga til Camden og sjúa blóð og stunda villtan dans og tilbiðja úlfa og nornir! Já við ætlum að gera það.
Daginn eftir verður Bonfirenight. Það verða víst svaka flugeldar og gaman og ég get ekki beðið! Svo verður gert eitthvað sniðugt eftir það.
Það er svo fyndið, mér finnst eins og ég sé búin að vera hérna ógeðslega stutt en ég er að koma heim bara eftir 6 vikur.. það er ekki neitt!!
Kem heim 13.desember og fer aftur til London 4.janúar. Finnst það fínt, alveg tæpar 3 vikur í fríi. Ætla samt að reyna að vinna eitthvað, ef einhverja vinnu er að fá og svo bara slappa af.. held að það sé amk bókað föndur og bakstur með Maríu - Elska það!!
Ég var að fá skrifborðið og stólinn sem ég pantaði frá ikea fyrir mánuði.. bara því ég nennti ekki að gera mér ferð þangað og bera það heim. Ég er að elska það, það er svo kalt hérna þannig að ég er bara búin að hita herbergið með kertum og kósí...
SVO KÓSÍ HJÁ OKKUR!!!

DANA xx