Friday, October 10, 2008

Íslendingur í Bretlandi = Padda

Ég er í frekar miklu sjokki þessa dagana... ísland að fara á hausinn? Sem námsmaður erlendis er ég frekar hrædd um minn framan hér í landi.. mun ég t.d. fá námslánin mín um næstu mánaðamót? og ef ekki, myndi ég fá vinnu hér í landi - Bretlandi?

Íslendingar hér í London eru ekki þeir vinsælustu þessa dagana.. um daginn var hrækt á strák hér í bæ fyrir að vera íslendingur svo þegar Arna ætlaði að fá sér reikning hjá T-mobile fékk hún bara hreitt í sig að við íslendingar værum ekkert nema ræningjar að stela peningum frá saklausu fólki.

KJAFTSTOPP!!

4 comments:

Anonymous said...

Fáránlegt að láta þessa reiði bitna á saklausum borgurum, það er ekki eins og íslenska þjóðin beri ábyrgð á óráðsíu bankanna....

og dónalegur var þessi starfsmaður hjá T-mobile!

Anonymous said...

sjitt Dana...

við erum hinir nýju sígunar sem lifa á götunni og spila á harmonikku fyrir utan T-mobile og H&M búðir!

spennandi tímar!!

bestu kveðjur frá Mílanó, stay positive...

Anonymous said...

Vá! Ég trúi þessu varla, eru bretar þá einhverju skárri, hrokagikkir og dónar?

Ekki að það vorum við, almenningurinn, sem að 'rændi' peningunum.

Ótrúlegt.

Lilja.
X.

Anonymous said...

lýsir þetta ekki bara þroskanum í fólki sem lætur svona..það eru nú eki allir sem bregðast svona við íslendingum en ég myndi telja að þetta væri út af því hversu vitlaus fréttaflutningurinn þarna úti er og hversu þroskað fólk er og getur unnið úr þeim upllýsingum sem það fær í hausinn....

en glæsilegt að þú ert farin aðblogga aftur elskan og gangi þér vel ískólanum þarna úti ;) :*
kv. Kolla :)