Tuesday, October 7, 2008

Er allt að fara til fjandans?

Ég er á lífi... ég fékk loksins netið á laugardaginn eftir mikið og leiðinlegt maus að redda því en svo um leið og allt var komið á hreint kom þetta strax..

Nei ég ætla ekki að blogga um kreppuna heima og hvað ég á bágt...

...Margt er búið að gerast síðan ég bloggaði síðast og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Skólinn er alveg að komast á full skrið, þessi vika er svona vikan þar sem skólinn beisiklý byrjar, hitt var meira bara velkomin í skólann og ég er kennarinn þinn. Kennararnir mínir eru mjög fínir en rosalega misjafnir. Það er einn sem ég er strax byrjuð að fíla og kennir hann mér introduction to the music and media industry.. í þeim áfanga erum við að fara yfir tónlistarsöguna almennt - enn sem komið er amk. Sá kennari er reyndar mis vinsæll en ég fílann. Sumir kennararnir mínir þarna minna mig á gamla kennara sem ég hef haft í gegnum árin og eru mjög skemmtilegir en sérstakir karakterar, en það er samt eitthvað er bara af því góða.

Við erum farnar að koma okkur rosa vel fyrir í íbúðinni okkar. Hverfið okkar er ansi vafasamt, en ég held að það verði samt allt í lagi, við erum alveg varar um okkur þegar við erum að labba heim á kvöldin og þannig... en annars er þetta bara fínasta hverfi.

Smá myndir af íbúðinni:









Svona herbergið fyrir.. ;)


Mamma og systir Örnu, Ösp komu í heimsókn til okkar um helgina, ég var nú reyndar bara með þeim eina kvöldstund því ég ákvað allt í einu að kíkja til Nottingham til að knúsa hana Eyrúnu mína aðeins.. sver það, það var of gott að komast út fyrir og blása svarta horinu burt.. (já ég sagði það).
Við náttla gerðum það sem við gerum best og áttum þessa svakalegu helgi og duttum svona líka myndarlega í það, svo kom Hrabba á laugardeginum og það bætti nú ekki úr skák, skál fyrir því...

En verið nú dugleg að kommenta!!

Dana

2 comments:

Anonymous said...

Það verður ekki langt að bíða þar til mín verður komin með hausinn á kaf í félagsmálastarfið í skólanum...sannið til :-). Annars frábært að sjá og heyra hvað þið hafið komið ykkur vel fyrir, vertu dugleg að blogga og láta vita af þér, bið að heilsa hinum pæjunum, mamma.

Eyrun S said...

íbúðin lítur ekkert smá vel út! en hversu vafasamt er hverfið?? :S