Ég er búin að vera alveg ofboðslega róleg yfir för minni frá Íslandi undanfarið og einhernvegin lítið pælt í því að ég sé að flytja til London. Jújú, ég er auðvitað spennt og get ekki beðið eftir að fara en er samt óttaslegin yfir því hvað er orðið stutt í að ég fari.
Miðvikudaginn síðasta var ég í vinnunni, brjálað að gera og allt í einu fékk ég þetta svakalega kvíðakast og hugsaði með mér hvað hvað það væri ógeðslega margt sem ég á eftir að gera til að undirbúa mig.. settis svo niður og skrifaði minnislista yfir það sem ég á eftir að gera, og vitiði það.. það er bara ekkert svo mikið sem ég þarf að gera!! Ég kaupi líklegast allar bækur úti, flyt ekki mikið af dóti - jújú fötin mín auðvitað og svo er það bara ég og ég að halda geðheilsunni. Held að það ætti að takast. Vona það allavega.
Ég er s.s. búin að ákveða að ég flyt út 10.september, veit ekki hvort ég var búin að minnast á það.. en það er ákveðið. Ef ég verð ekki komin með hús þá, þá eru house hunting day´s 12.sept þannig að þá "redda" ég þessu.
Fékk svona yfirlit um daginn yfir allar námsgreinar sem ég verð í næstu 3 árin. Váá hvað ég er spennt, þetta verður ekki bara gaman, þetta verður æðislegt!! Ég trúi ekki að ég, Dana, stelpan með litla hjartað frá Breiðdalsvík sé að fara í einhverjar svona aðgerðir.. ójá þetta verður magnað!!

Kv. Dana Rún
Annars er allt gott að frétta, gaypride á morgun, það verður gaman að fara og sjá gönguna að vanda og dett´í´ða!
2 comments:
vá ég var ekki að fatta fyrst hvaðan þessi mynd af gay pride kom inní. svo las ég lengra. hahaha
það verður æði í london og ef allt bregst flyturðu bara inn til mín og tekur lestina í skólann á hverjum degi :D
bwahhh. þetta er æði.
Post a Comment