Ég er sem sagt búin að taka núna bara eitt mesta Seinfeld maraþon sögunnar og var að horfa á síðasta þáttinn í gær og guð, ég naut hverrar mínotu. Þessir þættir eru ein sú mesta snilld sem framleidd hefur verið. Margir segja mér að Klovn og Curb your enthusiasm sé næst á dagskrá þannig að ég ætla að gefa því séns....

Núna er langa vinnuvikan mín búin og framundan tekur við 3ja daga frí því sælkerinn og letibykkjan hún ég reddaði sér fríi á laugardaginn þannig að þetta á eftir að verða sældarlíf hjá mér næstu daga!!
Á morgun er ég að fara í grill með hinni miklu elítu úr kirkjugarðinum, grill hjá Pétri - toppur sumarsins síðustu 3 árin þannig að þetta ætti ekki að klikka..
Svo á laugardaginn er ég að fara að kveðja hana Sunnu, sem er að fara í myndlistarnám til Amsterdam og eftir það ætlum við Eyrún að skella okkur á GusGus!! Ójáá, greinilegt í hvað mínir sældardagar stefna í, allavega fyrir kvöldin.. ehe..

BTW ég googlaði KGRP partý (kirkjugarðarnir) og þá kom þessi mynd upp, gömul mynd af baldursgötunni :D
Fór á kaffihús í kvöld með Örnu vinkonu og dömu sem heitir Clara, hún er sem sagt búin að bætast við hópinn og við erum að íhuga að búa saman í London, held samt að íhugið sé farið þannig að núna er bara að fara að finna íbúð.. alltaf lengi ég dvöl mína á Íslandi og ætla ég líklegast að fara bara út 17.sept.. þá get ég unnið lengur og verð ekki þarna úti að eyða peningnum mínum, jú ég myndi víst eyða honum....
Dana
2 comments:
Þú mundir svoooo eyða honum. Haha, annars er ég bara sátt með að hafa þig sem lengst, held ég þrauki 3 daga í sitthvoru landinu :)
Það verður sko fjör um helgina! Og svona BÆÐEVEI þá setti ég inn nýju slóðina þína og ÞAÐ VAR EKKERT vá hvað þetta var mikið vesen, fann þetta undir útlit síðu. wtf. hehe :*
HAHA! Þessi myndi er ædi.
Post a Comment