4.september hætti ég í vinnunni
5.september ætla ég austur á land að kveðja mína ástkæru sem þar eru
10.september kem ég aftur í bæinn
12.september verður kveðjupartý fyrir þá sem vilja knúsa mig bless
15.september flýg ég og flyt til London kl 8 um morguninn
Jább það er bara að koma að þessu.. allt komið á hreint, eða svona semí.. Arna er að fara út eftir viku og ætlar hún að kíkja á íbúðir fyrir okkur, Clara fer 8.sept út þannig að þær finna eitthvað gott handa okkur pjásunum til að kúra í þennan veturinn.
Íris er farin til Horsens og Sunna fór í dag til Amsterdam - sumarið er búið og skólarnir eru að byrja... eitthvað finnst mér skrýtið við það hvað þetta sumar var fljótt að líða, ég sver það. Ég ætlaði að gera svo mikið en náði þó að gera margt..
Ég er byrjuð að taka mig til fyrir ferðina, á í rauninni bara eftir að taka mig til og pakka... en mun nú ekki gera það á næstunni samt!!
Ég kom mér í fyrsta KGRP partý sumarsins síðasta föstudag og var það amazin, fór í kveðjupartý Sunnu á laugardaginn og á Gusgus... GusGus er farið... ég held að það verði ekki meira af því... þau rokkuðu... en krátið var ömurlegt... held að málið fyrir fólk sé að fara til að ýta hvoru öðru, aflita á sér hárið og fara í slag.. meira að segja, ef maður fór aftast, þá var ekki einu sinni hægt að standa, dansa eða horfa á sveitina... nei, málið er að hrinda... ég bara segji það... ehh
Amma mín er mesta krútt í heimi eins og þeir sem hafa hitt hana vita... hún var að fá fyrsta gemsann sinn og ég held að þetta slái öllum krúttum við:

BY THE BY.... Er einhver hérna annar en Eyrún sem les bloggið? Plís kommentið og látið vita af ykkur ;)
Dana
10 comments:
ég er búinn að lesa allt á síðunni, kíki á hverjum degi :) verð að viðurkenna að ég er allt of lélegur í að commenta..
hin Eyrúnin sem þú þekkir kíkir líka reglulega.. skal lofa að vera duglegri að kommenta héðan í frá, verður líka gaman að fylgjast með þér í London Baby! :) þú lofar svo að kommenta hjá mér þegar ég byrja að blogga eins og vindurinn frá útlandinu:D
SímaEyrúnin!
Þessi sími er bananas. Þetta er ég ömmugjöfin í ár klárlega. Ég kíki líka á bloggið þitt, alltaf gaman að heyra hvað Danalína hefur að segja sniðugt... :)
Ég er alveg brjálaður stalker Dana. Verður að passa þig á mér...:-)
Sko, það virkar alltaf bara að grátbiðja!
Geeeggjaður sími en hvernig þraukar hún með bara 5 tökkum? Ég man í den þegar ég reyndi að kenna ömmu og afa að senda sms. Það gekk ekki vel hehehe.
ég fíla planið þitt, orðið stuttstuttstutt, bara redda og pakka og hlakka til!
heyyy... var að fá netið í gær og danalínan var fyrst á dagskrá :D Lofjú! :*
ég les þetta aldrei, það vantar allar nektarmyndirnar, skandalana, sleikana og hverjir voru með hverjum dálkinn !!!! step up your game fool !!!!
Ég les, ég les:) Sorry hvað ég get verið lame í að kvitta;)
Kv.Íris sys
ég les aaaallltaf. elsketta.
Prumpuhár, ég les þegar ég man að það eru til fleiri síður en Facebook og refresh takkinn.
Lilja.
X.
P.S. Lovjú!
Post a Comment