Monday, August 25, 2008

Osama til Eyja

Ég er svo þreytt í dag.

Ég sofnaði frekar snemma í gær, enda var ég að vinna alla helgina, bæði í Símanum og á næturlífinu þannig að það var mikið að gera á báðum stöðum. Erfitt að vera vinnandi tvær vinnur, tekur á taugarnar og lætur mann dreyma skrýtna hluti.

Ég var einmitt svona svakalega sofandi í nótt og dreymdi svona rosalegan draum. Tek það fram að þegar fólk byrjar að babbla um drauma sína þá slekk ég á eyrunum, en hlustið vel!

Mig var að dreyma að ég væri hjákona Osama Bin Laden og að hann væri að fela sig úti í Vestmannaeyjum!!

... annað í draumnum skiptir ekki máli...

en ég fór að spá í, það gæti alveg eins verið að hann Osama sé í Eyjum, afhvejru ekki þar frekar en annarsstaðar.. væri fínn felustaður fyrir hann og enginn myndi fatta að þetta væri hann.. meina hugsið: Osama, rakar skeggið, kominn í gallabuxur og leðurjakka og setur í sig linsur! HALLÓ - enginn myndi vita neitt...

Pælið aðeins í þessu...

3 comments:

Anonymous said...

I like your style! Weird Girl sem stendur undir nafni haha.. Vegir þínir og draumar eru órannsakanlegir.

Anonymous said...

já ég held hann sé pottþétt í surtsey.

ekkert ólíklegra en hvað annað.

Anonymous said...

Þessi saga fær mig til að pissa í mig úr hlátri. Elska þig furðufugl.