Eftir það tókum við rölt niðureftir og fórum upp að Buckingham Palace. Tókum myndir eins og sönnum túristum sæmir og stilltum okkur upp við hermenn og hvað eina. Ég hafði ekki einu sinni farið upp að höllinni, hvað þá í London Eye! Þannig að við píurnar röltum ennþá meira og vorum alt í einu komnar niður á waterloo og stóðum hjá Big Ben og þaðan fórum við upp að London Eye... munum einn daginn fara í það, þegar ég hætti að vera lofthrædd.. það verður líklegast aldrei......





Annars er allt fínasta að frétta.. Það er byrjað að vera svoldið mikið að gera í skólanum, ég læt kreppuna ekki á mig fá og reyni að spara sem mest - frosinn matur og ekkert fatatrít.. en ég er ein af þeim sem nennirisiggi og nenneggi að tala um hana þannig að ég læt það vera í bili.
Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða.. ég er núna búin að vera hérna í mánuð og verð komin heim eftir minna en 2 mánuði.. þetta er eiginlega fáranlegt. Hver dagur er svo fljótur að líða.
Dana xx
4 comments:
Gott að þú hefur það gott Dana mín:) Fylgist alltaf með;)
Kv.Íris
Þið verðið að fara í London Eye, það er ekkert hræðilegt, þetta lúsast áfram :o) og útsýnið er þess virði
Ég tel dagana þar til þú birtist fyrir jólin...:-D
ohh.. ég væri alveg til í að kíkja heim í frí...
Post a Comment