Thursday, November 27, 2008

Róisin Murphy

One Two Three Four
Tell me that you love me more
Sleepless, long nights
That was what my youth was for

Oh teenage hopes are alive at your door
Left you with nothing
But they want some more

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are

Sweetheart, bitter heart
Now I can't tell you apart
Cozy and cold
Put the horse before the cart

Those teenage hopes
Who have tears in their eyes
Too scared to own up
To one little lie

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are

One, two, three, four, five, six, nine, or ten
Money can't buy you back the love that you had then (X2)

Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are
Oh, oh, oh
You're changing your heart
Oh, oh, oh
You know who you are....................

Er að fara að sjá þessa fallegu konu á laugardagskvöldið

Tuesday, November 25, 2008

Kem heim 9.des

Smá breyting á plani.. kem fyr heim en ég ætlaði mér, eða reyndar bar 4 dögum fyr en það er samt hellings... kem 9 desember heim.. skólinn verður hvort eð er búinn í vikunni á undan þannig að þetta er bara kúúúl!! er svoo spennt að sjá suma :D

Annars bara fína.. er á fullu að vinna í síðustu ritgerð fyrir jól sem ég á að skila næsta miðvikudag eftir viku en stefnan er að klára hana fyrir laugardagskvöld.. en hver veit... yrði helst að deletea facebook til að komast yfir þetta...

Það er orðið svo kalt hérna að það er ekki eðlilegt! Það er svo mikill raki í loftinu að mér finnst þegar það er -5 gráður hérna eins og -20 heima... án gríns, hef aldrei fundið svona kulda áður... :O
... ég verð þá amk ekki óvön kuldanum þegar ég kem heim, en hlakka samt mest að sjá snjóinn!!

Dana

Thursday, November 20, 2008

Nóvember

Vikan er búin að vera svakaleg. Eiginlega bara erfið. Nokkur tár hafa verið felld, kjarkur upp, kjarkur niður og allur pakkinn en þessu er yfirstaðið.. eða svona næstum því.
Ég var s.s. að klára ritgerð um hópverkefni sem ég er búin að vera að vinna að í svona mánuð.. ritgerðin búin, annað verkefni næææstum búið en er að koma þannig að ég máááá eiga eitt kvöld þar sem ég geri ekki neitt nema horfi á video og slappa af.

Það eru margir í skólanum að flippa á þessu.. ekki allir sem eru að fíla námið og sumum langar klárlega bara heim til sín. En ég kenni nóvember um. Þetta er alveg týbískur nóvember og hann ætti að skammast sín.

Ég ætlaði til Eyrúnar á morgun en ég hætti við þar sem ég hef varla orku í það og margt að gerast í bænum sem ég get varla sleppt.. en það verður ekki langt í að ég fari til hennar, meina Allt fyrir ástina..

Það eru bara rúmar 3 vikur í mig... óóóójáááá!!!

Sunday, November 16, 2008

Notting Hill

Helgin var mjög góð. Á föstudaginn var ég og Arna bara heima að gera ekki neitt,
ætlaði nú reyndar að kíkja út í partý en svaf það af mér :( en það verður víst að hafa það..
Fékk í staðin að vakna snemma og læra og svo fór ég á Portobello markaðinn í Notting Hill. Hafði aldrei farið áður þannig að þetta var mjög skemmtileg upplifun og eyddi of miklum pening. En það var samt góð eyðsla..ég lofa..
Við sáum margt skemmtilegt þarna; myndavélar frá fornöld sem gaman væri að eiga bara upp á töffið, ávaxtamarkaði, fallegt fólk, OF mikið af fötum sem við máttum ekki við að horfa á og svo það sem mér fannst skemmtilegast - verk eftir götulistamanninn Banksy.





Fékk mér þessar tvær myndir, er alveg öll skotin.

Svo fórum við náttúrulega ekki framhjá The Travel Book store - úr Notting Hill myndinni!!! Ég er ekki að grínast, ég fékk kast.. Búðin lítur alveg eins út og í myndinni og ég er ekki frá því að það hafi verið dökkhærður, myndarlegur breti fyrir aftan búðarborðið..





Svo enduðum við götuna á að setjast í einn bjór..





Ég kem heim eftir minna en mánuð núna og ég er að pissa í mig af spenningi!!! ég get ekki beðið eftir að hitta alla!!

Skólinn gengur ágætlega, það er mikið að gera.. en þetta gengur! :)

Langar að vita hvort það sé einhver sem les... comment!!

Dana

Wednesday, November 12, 2008

Svo kósý hjá okkur!

Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum. Hef ekki mikinn tíma í að gera neitt, en meina það koma nú samt tímar þar sem maður fer út og slettir úr klaufunum! Auðvitað.

Ég var eitthvað vælandi um það á sunnudaginn að mér fyndist vanta aðal partinn í námið sem ég var búin að hlakka svo mikið til að upplifa, að læra á tæki og tól til að vinna með tónlist og þannig. Daginn eftir mæti ég í skólann og kemst að því að næsta verkefni sem ég á að skila í desember er að búa til þemalag fyrir si-fi drama þátt. Nei sko, þetta rokkaði mína tilvera og ég fann nýan tilgang með þessu námi. Mig langar eiginlega mest að hlaupa út í búð og kaupa mér tölvutengt píanó og stúdíógræjur og fara að leika mér í tónlist :D - einn daginn....

Í gærkvöldi fór ég niður í Soho og fór á stað sem heitir Punk. Þar var project iceland kvöld þar sem var tískusýning, Ultra mega techno bandið stefán spilaði og maður skellti í sér nokkrum íslenskum drykkjum. Þetta var bara fínasta kvöld..

Núna er bara mánuður í að ég komi heim! Ég er svo spennt að ég get eiginlega ekki lýst því.. vantar að komast bara smáááá, meira að segja þó það væri bara í 2 daga!

Annars er bara allt fínasta að frétta - ekkert of mikið samt, frekar rólegt hérna hjá okkur stelpunum þessa dagana, en meina það er bara kósý ;)

Dana

Tuesday, November 4, 2008

Má ég fá pjéningana mína??

Hvar er helvítis lánið mitt??

Núna er ég farin að finna fyrir því að vera námsmaður í Kreppunni og vera þar að auki að læra erlendis. Ég er ekki búin að fá lánið mitt og síðasti innborgunardagur fyrir íbúðina er á morgun þannig að ég er eiginlega í djúpum skít..

Flestir myndu nú bara ráðleggja mér að taka út af íslenska kortinu mínu og nota það þangað til að ég fengið lánið.. en neibb - það var gleypt í hraðbanka og eyðilagt í leiðinni þannig að ég á 2 pund. Það ætti að duga fyrir vatni næstu daga... iss..

Hef það nú svosem ekkert ALSLÆMT en maður er bara orðin pirraður á þessu.

Helgin með henni Eyrúnu minni var yndi! Er eiginlega bara að spá í að fara til hennar fljótlega..









Já.. þetta var gaman.. meiri myndir inni á facebook!

Annars er þessi vika ansi strembin þó þetta sé Readin Week (sem á að vera frí) og það er eiginlega bara brjálað að gera. Er að fara að flytja fyrirlestur á föstudaginn sem er alveg frekar stór. Svo þarf ég að fara að byrja á ritgerð sem ég á að skila fljótlega..

Var að spá í því í gær.. ef ég væri hérna sem au pair og hefði komið til að vera í 3 mánuði og væri að koma heim núna um jólin, sem er bara eftir einn og hálfan mánuð.. þá myndi ég ekki vilja fara. Ótrúlega skrýtið. Þegar ég var að fara út þá náði ég varla andanum, hélt að það væri eiginlega ekkert betra en að vera bara heima, og jafnvel bara vinna. En nei. hnéhnéhnéhné... kanski kem ég bara ekkert aftur heim..

Dana xx