Sunday, November 16, 2008

Notting Hill

Helgin var mjög góð. Á föstudaginn var ég og Arna bara heima að gera ekki neitt,
ætlaði nú reyndar að kíkja út í partý en svaf það af mér :( en það verður víst að hafa það..
Fékk í staðin að vakna snemma og læra og svo fór ég á Portobello markaðinn í Notting Hill. Hafði aldrei farið áður þannig að þetta var mjög skemmtileg upplifun og eyddi of miklum pening. En það var samt góð eyðsla..ég lofa..
Við sáum margt skemmtilegt þarna; myndavélar frá fornöld sem gaman væri að eiga bara upp á töffið, ávaxtamarkaði, fallegt fólk, OF mikið af fötum sem við máttum ekki við að horfa á og svo það sem mér fannst skemmtilegast - verk eftir götulistamanninn Banksy.





Fékk mér þessar tvær myndir, er alveg öll skotin.

Svo fórum við náttúrulega ekki framhjá The Travel Book store - úr Notting Hill myndinni!!! Ég er ekki að grínast, ég fékk kast.. Búðin lítur alveg eins út og í myndinni og ég er ekki frá því að það hafi verið dökkhærður, myndarlegur breti fyrir aftan búðarborðið..





Svo enduðum við götuna á að setjast í einn bjór..





Ég kem heim eftir minna en mánuð núna og ég er að pissa í mig af spenningi!!! ég get ekki beðið eftir að hitta alla!!

Skólinn gengur ágætlega, það er mikið að gera.. en þetta gengur! :)

Langar að vita hvort það sé einhver sem les... comment!!

Dana

7 comments:

Svava Björk said...

iiii er svo að lesa sæta - alltaf spennt fyrir nýju stöffi frá London skvísunni minni :D Vá hvað mig langar að heimsækja þig!!!

Anonymous said...

Þú hefur aldrei litið jafn vel út, þú ert greinilega að blómstra þarna:)

Ekkert smá gaman að sjá þessar myndir:)

Unknown said...

pöbbarnir standa fyrir sínu

Anonymous said...

Ég les bloggið þitt Dana, því það er gaman! og virkar líka gaman hjá þér, öfunda þig alveg smá.
kv.Anna Rut

Anonymous said...

hey hey ég les bloggið þitt í tætlur!

Heimir Berg

Anonymous said...

Ég les líka... er bara að fara huldu höfði!

Eyrun S said...

er að fíla jakkann þinn, mjög töff