Wednesday, November 12, 2008

Svo kósý hjá okkur!

Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum. Hef ekki mikinn tíma í að gera neitt, en meina það koma nú samt tímar þar sem maður fer út og slettir úr klaufunum! Auðvitað.

Ég var eitthvað vælandi um það á sunnudaginn að mér fyndist vanta aðal partinn í námið sem ég var búin að hlakka svo mikið til að upplifa, að læra á tæki og tól til að vinna með tónlist og þannig. Daginn eftir mæti ég í skólann og kemst að því að næsta verkefni sem ég á að skila í desember er að búa til þemalag fyrir si-fi drama þátt. Nei sko, þetta rokkaði mína tilvera og ég fann nýan tilgang með þessu námi. Mig langar eiginlega mest að hlaupa út í búð og kaupa mér tölvutengt píanó og stúdíógræjur og fara að leika mér í tónlist :D - einn daginn....

Í gærkvöldi fór ég niður í Soho og fór á stað sem heitir Punk. Þar var project iceland kvöld þar sem var tískusýning, Ultra mega techno bandið stefán spilaði og maður skellti í sér nokkrum íslenskum drykkjum. Þetta var bara fínasta kvöld..

Núna er bara mánuður í að ég komi heim! Ég er svo spennt að ég get eiginlega ekki lýst því.. vantar að komast bara smáááá, meira að segja þó það væri bara í 2 daga!

Annars er bara allt fínasta að frétta - ekkert of mikið samt, frekar rólegt hérna hjá okkur stelpunum þessa dagana, en meina það er bara kósý ;)

Dana

No comments: